Ungliðahópur Ljóssins, SKB og Krafts

reykjavik_escapeLjósið, SKB og Kraftur bjóða upp á sameiginlega vetrardagskrá fyrir fólk á aldrinum 18-29 ára sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Ungt fólk með krabbamein getur komið saman og hist á jafningjagrunni.

 

Hér er hægt að lesa umfjöllun á vísir.is um ungliðahópinn

Fimmtudaginn 22. september ætlum við að skella okkur í skemmtilegt hópefli hjá Reykjavík Escape. Þar sem við reynum með samvinnu að brjótast út úr herbergi hjá þeim 🙂

Mæting er hjá Reykjavík Escape í Borgartúni 6, 101 Rvk. kl. 19:45 og byrjum við stundvíslega kl. 20:00.

Þetta verður frábær skemmtun og fjör hjá okkur 🙂

Hvet alla þá sem hafa áhuga á að mæta að skrá sig á viðburðinn.

Umsjón með ungliðahópnum er Kristján Friðriksson

Hlakka til að brjótast út með ykkur 🙂

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.