Núvitund í daglegu lífi
Vegna mikilla vinsælda hefst nýtt námskeið fimmtudaginn 29. sept kl.13:00-15:00.
Skráning hafin í síma 561-3770.
Minnum einnig á hugleiðslutímana hjá Gunnari á mánudögum kl. 11:30.
Leiðbeinandi: Gunnar L Friðriksson.
6 vikur . Verð: 4.000,- allt innifalið.
Skráning í síma 561-3770
Núvitund (mindfulness) er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast, á meðan það gerist án þess að dæma það á nokkurn hátt. Hægt er að þjálfa sig á kerfisbundin hátt í því að vera meira hér og nú.
Á námskeiðinu eru notaðar æfingar sem innnihalda stuttar hugleiðslur, líkamsskönnun (bodyscan) og gangandi hugleiðsla. Þátttakendur fá verkefni með sér heim og mælst er til að fólk æfi sig á milli tíma. Einnig verða gerðar æfingar í góðvild og kærleika. Þessar æfingar geta aukið skilning okkar á huganum og venjum hans og hjálpa okkur að sjá þær hindranir sem mögulega geta verið í veginum.
Rannsóknir sýna í vaxandi mæli að núvitund (mindfulness) ýtir undir andlega og líkamlega vellíðan og auðveldar okkur að takast á við áskoranir og verkefni í lífinu. Þessi nálgun hefur verið notuð á áratugi í löndum í kringum okkur með góðum árangri.
Gunnar er nú starfandi heilsunuddari og sjúkraliði.
Hann hefur farið á námskeið heima og erlendis í núvitundarhugleiðslu, m.a. í Samyeling, tíbetsku klaustri staðsettu í Skotlandi. Einnig hefur hann lokið leiðbeinendanámskeiði frá Mindfulness Association.
Gunnar hefur kennt hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni síðustu ár.
Einnig á vegum Hjúkrunarfélags Íslands og Framvegis fyrir sjúkraliða.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.