Ljósið byrjar aftur með jafningjafræðslu og stuðning fyrir unga maka hér í Ljósinu.
Markmið með hópnum: Hitta jafningja sem eiga maka sem hefur greinst með krabbamein. Nánustu aðstandendur hafa oft á tíðum jafn mikla þörf fyrir að fá að tjá sig og hitta aðra í sömu sporum eins og þeir sem greinast. Tilgangurinn er að spjalla saman og fræðast.
Kristín Ósk sálfræðingur mun halda utan um hópinn.
Tími: Mánudagar kl. 17:00-18:30
Staður: Ljósið Langholtvegi 43
Ef þú ert maki 20-45 ára og hefur áhuga á að hitta aðra í sömu sporum þá væri gott að heyra í þér í síma 5613770
Krabbamaki lítur til baka ( fengið að láni frá bloggi Karls Hreiðarssonar)
„Vorið 2007 greindist konan mín með brjóstakrabbamein. Við vorum (og erum enn!) ung þegar það kom upp, hún rétt orðin 27 ára og ég árinu eldri. Höfðum 3 mánuðum áður eignast okkar fyrsta barn.“ „Þegar maður lendir í því að standa við hliðina á þeirri manneskju sem manni þykir vænst um veikri (og mögulega dauðvona) reynir maður auðvitað eftir allra fremsta megni að vera bjartsýnn. Styðja og hugga sem mest maður má. Það er þó ekki þar með sagt að maður hugsi ekki einhvern andskotann sem er ekki jafn jákvætt.
„Inní þessari innri baráttu miðri fékk ég nefnilega ómetanlega hjálp. Ég frétti af "makahópi" hjá Ljósinu. Ég mætti þangað og vissi eiginlega ekki hverju ég átti von á, hvað væri gert á slíkum stað til að vinna úr ómögulegri stöðu. En þar fann ég nákvæmlega þann félagsskap sem ég þurfti á að halda. Hitti fólk í þessari sömu stöðu og ég. Fólk með sömu "fáránlegu" hugsanirnar, sömu áhyggjurnar og sömu verkefnin.
Sjá greinina í heild á http://skjalfandi.blog.is/blog/skjalfandi/?year=2013;month=6
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.