"Gef mér frið "er fyrsta lagið af væntanlegri plötu frá tónlistarmanninum Hiltor, sem hefur fengið nafnið Signs en bæði platan og þetta lag er gefið út til styrktar Ljòsinu.
Hiltor var í Bítinu á Bylgjunni og hér er hægt að hlusta á viðtalið
Lagið er hægt að nálgast lagið hér á Tónlist.is
Ljósið þakkar innilega fyrir stuðningin.
Smelltu á lesa meira til að lesa með Hildiþórs/ Hiltors orðum hvernig lagið og platan varð til.
Árið var 2012 og það var 11. September. Ég var með blóðtappa í lunga. Næsti vikur fóru í að koma til baka. Fimm vikum síðar greindist ég með annan blóðtappa; nú í kviðarholi. Það var orðið ljóst að eitthvað mikið væri að.
Næsti mánuður fór í hinar og þessar rannsókir, sýnatökur og hvað eina.
Eftir síðustu sýnatökuna hafði ég átt bókaðan tíma á næsta mánudegi. Það var föstudagur og ég fékk símtal. Blóðlæknirinn minn vildi að ég kæmi strax þann daginn til hans. Ég vissi þá um leið að ég væri að fara að fá slæmar fréttir.
Eftir langa og stranga lyfjameðferð og kviðaðgerð þar sem ég var beinlínis ristur á hol, tók við endurhæfingin. Þarna kemur Ljósið í mitt líf. Án þess stuðnings sem ég fékk þar, m.a. frá einstaklingum sem höfðu sjálfir gengið þessa leið, hefði minn bati verið bæði síðri og hægari.
Ég ákvað á næstu misserum að elta gamlan draum og koma mér á framfæri sem tónlistarmaður. Ég átti fullt af efni sem ég hafði skapað í gegnum árin.
Eftir kynni við einstakan aðila sem hefur verið mér innan handar, kom upp hugmyndin að gefa til baka. Fyrir allan ómetanlega stuðninginn í langri og strangri upprisu, vil ég fá að gefa til baka.
Ég er tónlistarmaðurinn Hiltor.
Í vinnslu er fyrsta platan mín, áætluð til útgáfu sumarið 2016 og eru upptökur hafnar. Fyrsta lagið er tilbúið og ber heitið „Gef mér frið“. Það verður gefið út fimmtudaginn 22. Okt. og verður aðgengilegt á tonlist.is.
Öll sala af þessu lagi ásamt allri sölu af disknum mun renna óskipt til Ljóssins, sem þakklætisvottur frá mér og vonandi munu þær upphæðir gera Ljósinu og því æðislega starfsfólki sem þar vinnur svo óeigingjarnt starf, kleift að hjálpa fleirum á sama hátt og mér var hjálpað.
Með kærum baráttukveðjum til allra,
Hildiþór Jónasson
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.