Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins komandi miðvikudaga. Farið verður frá Ljósinu kl. 12.30 en einnig er hægt að mæta beint á bílastæðið sem gefið er upp fyrir viðkomandi göngu, rétt fyrir kl. 13.00. Umsjón með hópnum hefur Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari.
22.júní – Hvaleyrarvatn
22. júní verður síðasta venjulega Útivistargangan fyrir sumarfrí, því 29. verður Esjudagurinn.
Við ætlum að ganga við Hvaleyrarvatn og upp á Stórhöfða. Hittumst í Ljósinu kl 12:30 eða á bílastæði við Hvaleyrarvatn kl 13.
Til að komast þangað er keyrt í Hafnarfjörð, beygt inn Kaldárselsveg (í áttina að hesthúsunum og Helgafelli) og svo beygt til hægri inn Hvaleyrarvatnsveg.
Gangan er um 5-6 kílómetrar.
Fjóla
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.