Þann 8. maí sl. var stór dagur í starfsemi Ljóssins, þegar skrifað var undir samning um nýja viðbyggingu sem verður ca. 100 fm. Nýja byggingin mun bæta alla aðstöðu mikið og verður m.a sett upp lyfta, fleiri viðtalsherbergi og sjúkraþjálfun. Það hefur skapast mikil sérþekking á endurhæfingu krabbameinsgreindra sl. 10 ár hér í Ljósinu. Við þökkum vinum okkar í Oddfellowreglunni fyrir þessa höfðinglegu gjöf og þá sérstaklega Þórði Kristjánssyni sem kom hugmyndinni á framfæri fyrir hönd Ljóssins. Það verður gaman að fylgjast með framkvæmdum á næstu mánuðum.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.