Nýtt spennandi námskeið með Geggu.
Hefst mánudaginn 27 apríl – 4 skipti
Kl: 10:00-12:00
Verð 3.000
Á námskeiðinu mun Gegga leggja áherslu á:
- Hvernig hægt er að skapa sér meiri hamingju og vellíðan, sama hvað á gengur.
- Aðferðir til að draga úr kvíða og streitu eins og hugleiðslur og aðferð Byron Katie;The Work.
- Þjálfun í eigin ágæti og sjálfsást.
Byron Katie er bandarískur höfundur sem öðlast hefur heimsfrægð fyrir að setja fram nýja aðferð sem hún kallar „Verkefnið“ til að vinna úr sársaukafullum hugsunum. Katie bendir á árangursríka aðferð við að hreinsa til í eigin huga, losa sig við spennu og njóta lífsins eins og það mætir okkur á hverjum degi. Við getum öðlast innri frið og yfirvegun sem gerir okkur kleift að gera það besta úr vandamálunum sem mæta okkur á lífsleiðinni og elska það sem er í stað þess að streitast á móti því.
Ég er kölluð Gegga og er frumkvöðull SMILER . Ég er hjúkrunarfræðingur og myndlistarkona með BA frá LHÍ. Ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur í 30 ár og þar af lengst af á LSH.
Í 10 ár var ég ljósmóðir á fæðingardeild LSH.
Bókin mín SMILER getur öllu breytt var gefin út á íslensku og ensku árið 2012 í kjölfar vinnu með skartgripinn SMILER sem ég hannaði árið 2008.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.