Húsið er okkar !
Þann 19. október sl. festi stjórn Ljóssins kaup á húsnæðinu á Langholtsvegi 43. Þar með er framtíðarhúsnæði undir starfsemina tryggt.
Fyrir 6 árum var stofnaður húsnæðis- og minningarsjóður um Eyjólf Sigurðsson sem lést í júlí 2006.
Það má með sanni segja að íslenska þjóðin hafi fært okkur eignina í gegnum ýmis söfnunarverkefni og má þar nefna:
Minningastyrkir
Landssöfnun í síma 2009
Ljósadagar með Steina göngugarpi
Átakið á allra vörum 2010
Lions- Kiwanis og Oddfellowklúbbar.
Um leið og við óskum öllum Ljósberum og velunnurum Ljóssins til hamingju sendum við þakkarkveðjur til allra sem hafa stutt okkur.
Lifi Ljósið
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.