Námskeið Ljóssins
Skráning hafin í síma 561 3770
Karlmenn og krabbamein fræðslufundir
Vinsæl námskeið sem miða að auknum skilningi og þekkingu á breytingarferli sem verður í lífi karlmanna sem greinast með krabbamein.
Umsjón: Matti Ósvald heilsufræðingur, gestafyrirlesarar eru geðlæknar,krabbameinssérfræðingur sjúkraþjálfarar og fleiri.
Hefst miðvikudaginn 7 apríl 17:30-19:00, 8 skipti
Námskeið fyrir nýgreinda
Ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein á sl. einu og hálfa ári.
Fræðsla og umræður um samspil hugar, sálar og líkama.
Unnið útfrá hugrænni atferlismeðferð.
Umsjón: Magnea B Jónsdóttir sálfræðingur.
Hefst mánudaginn 12 apríl kl. 10:00-12:00, 8 skipti.
Námskeið í Heilsueflingu
Vinsæl námskeið í fyrirlestrarformi þar sem farið er í gegnum flest er viðkemur heilsu, bjargráðum, uppbyggingu á sjálfstrausti og almennri vellíðan.
Umsjón: Berglind Kristinsdóttir iðjuþjálfi. Gestafyrirlesarar, Matti Ósvald heilsufræðingur, Guðjón Bergmann fyrirlesari.
Hefst miðvikudagin 7 apríl kl 10:30-12:00, 8 skipti.
Aðstandendur krabbameinsgreindra
7 vikna námskeið sem byggist á umræðum og fræðslu þar sem aðstandendur fá tækifæri til að tjá sig og deila reynslu með öðrum í sömu aðstæðum.
Umsjón: Magnea B Jónsdóttir sálfræðingur, Svandís Íris Hálfdánardóttir hjúkrunarfræðingur, Rósa Kristjánsdóttir djákni.
Hefst miðvikudaginn 7 apríl kl 19:30-21:30, 7 skipti.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.