Það er margt spennandi framundan hjá okkur.
Námskeið fyrir nýgreinda:
Að virkja eigin kraft (8 vikur) hefst aftur mánudaginn 12. apríl kl 10-12. Námskeiðið hefur notið mikilla vinsælda og gefið þátttakendum mikið. Er ætlað þeim sem greindust á sl einu og hálfa ári. Umsjón: Magnea B. Jónsdóttir, sálfræðingur. Skráning hafin.
Námskeið í Heilsueflingu
(9 vikur í fyrirlestrarformi) hefst miðvikudaginn 7 apríl kl. 10:30-12:00. Skemmtilegt og fræðandi námskeið um allt er viðkemur heilsu, lífsstíl og eflingu lífsgæða. Hefur einnig notið mikilla vinsælda. Umsjón: Berglind Kristinsdóttir iðjuþjálfi, aðstandendur einnig velkomnir. Skráning hafin.
Námskeið fyrir aðstandendur:
Mjög fræðandi og uppbyggjandi námskeið (7vikur) fyrir aðstandendur 18 ára og eldri hefst aftur miðvikudaginn 7.apríl kl 19:30-21:30. Umsjón: Magnea B Jónsdóttir sálfræðingur.
Handverkshópar:
Skemmtileg námskeið í Tiffanys lampagerð. Leðursaumur í vél. Trétálgun, ótrúlega flottir hlutir.
Skartgripagerð, perlur, gler. Saumagallery, lærðu að sauma. Prjónakaffi. Leirlist. Þæfing. Fluguhnýtingar. Bútasaumur. Mósaik.
Vinsamlegast hafið samband varðandi hópa.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.