Ljósið fer nú aftur af stað með styrkjandi námskeið fyrir börn og ungmenni sem eiga foreldri, systkini, ömmu, afa eða annan aðstandenda sem hefur greinst með krabbamein.
Námskeiðið stuðlar að jákvæðri uppbyggingu og er mikið unnið með lífsgleðina í gegnum skemmtileg verkefni.
Aðstandandi fylgir barninu í fyrsta tímann og síðasta tímann sem endar með pizzuveislu.
Leiðbeinendur á námskeiðinu er með margra ára starfsreynslu í að vinna með börnum.
Þær eru: Ósk Sigurðardóttir iðjuþjálfi, með sérmenntun í ævintýrameðferð og Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur.
Námskeiðið verður á fimmtudögum kl. 16:30-18:00, 10 vikur,
hefst þegar næg þátttaka er fyrir hendi.
Námskeiðið er ókeypis og er skráning í síma 5613770 eða á ljosid@ljosid.org
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.