Markmiðið með námskeiðinu er að leiðbeina þátttakendum í aðferðum til að efla sjálfan sig í andlegri þrautseigju (e. resilience) og að auka innri styrk með gagnreyndum (e. evidence based) aðferðum frá sálfræðinni. Rannsóknir hafa sýnt að hver sem er getur aukið andlega þrautseigju sína með því að læra ákveðna færni.

Á þessu námskeiði fá þátttakendur tækifæri til þess að læra þessa færni með fræðslu, æfingum og umræðu.

Námskeiðið er ætlað til þess að bæði efla getu þátttakenda til þess að takast á við þá ögrun sem fylgir því að greinast með krabbamein og að auka sína eigin vellíðan. Það er gagnlegt fyrir alla sem hafa greinst, eru í meðferð eða endurhæfingu og það er að sjálfsögðu tekið tillit til aðstæðna einstaklinga hverju sinni.

Aðferðirnar eru meðal annars:

1. Lærð bjartsýni: Að læra að stýra huganum að uppbyggilegum hugsunum þegar neikvæðar og óhjálplegar hugsanir koma upp.
2. Jákvæðar tilfinningar: Að læra að auka upplifanir á jákvæðum tilfinningum í lífinu, tilfinningar eins og t.d. þakklæti og kærleikur.
3. Hugarró og einbeiting: Að læra að kyrra hugann og stýra athyglinni með núvitundar hugleiðslu og slökun.

Á námskeiðinu er lagt upp úr því að þátttakendur fái tækifæri til þess að gera aðferðirnar og þar að auki heima hjá sér til að efla eigin þrautseigju og innri styrk. Það verða umræður og spurningar í hvert skipti sem gefa þátttakendum tækifæri til þess að deila sín á milli um upplifanir og að spyrja spurninga um efnið.

NÆSTA NÁMSKEIÐ

14. nóvember í Ljósinu Langholtsvegi

fimmtudagar kl. 14:00 – 15:30 í 4 skipti

Umsjón: Kristín Hulda, sálfræðingur

Skráning 14. nóv