Þolþjálfun

Boðið er upp á þolþjálfun í tækjasal Ljóssins.

Um er að ræða 30 mínútna tíma á þolþjálfunartækjum eins og hjólum, fjölþjálfum, göngubretti þar sem hver og einn stjórnar sínu álagi. Þessi dagskrárliður hentar öllum sem vilja bæta þol með markvissum æfingum með þjálfurum Ljóssins.

Skráning er hafin í móttöku Ljóssins.

Helstu upplýsingar

Hvenær: Mánudagar og föstudagar kl. 12:00-12:30

Staðsetningar:  Ljósið

Umsjón: Þjálfarar Ljóssins