Eitt af markmiðum Ljóssins hefur verið frá upphafi að skapa vettvang fyrir skjólstæðinga til að deila reynslu sinni og nýta stuðning jafningja meðan á endurhæfingu stendur. Að ræða við jafningja sem skilja á eigin skinni hvað maður er að ganga í gegnum getur oft verið ómetanlegt. Með rafrænum jafningjahóp viljum við skapa vettvang fyrir fræðslu, bjargráð, reynslu, stuðning og ráð sem nýtast í krefjandi aðstæðum.
Jafningjahópur fyrir langveika
Með rafrænum jafningjahóp viljum við skapa vettvang fyrir fræðslu, bjargráð, reynslu, stuðning og ráð sem nýtast í krefjandi aðstæðum.
Jafningjahópur fyrir nýgreinda
Að heyra reynslu annarra og spegla sig í því mannlega veitir oft á tíðum mikinn stuðning og styrk.
Jafningjahópurinn HVAÐ SVO?
Það getur verið krefjandi að stíga aftur inn í hversdagsleikann eftir langvinn veikindi og reynslu sem breytir manni fyrir lífstíð.