Störf í boði
Ljósið leitar að iðjuþjálfa til afleysingar í 1 ár
Ljósið leitar að iðjuþjálfa í 50-80% stöðu.
Um er að ræða afleysingu til eins árs og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Starf iðjuþjálfa í Ljósinu er mjög fjölbreytt og felst í að hámarka daglega færni og auka þannig lífsgæði þjónustuþega. Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innritun og útskrift þjónustuþega
- Viðtöl við þjónustuþega Ljóssins
- Gerð endurhæfingaráætlana
- Þverfagleg teymisvinna
- Fræðslufyrirlestrar og námskeið
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hugarfar grósku og góðmennsku
- Vinalegt viðmót og jákvæðni að leiðarljósi í lífi og starfi
- Sjálfstæði, áreiðanleiki og stundvísi
- Framfærni og opin í samskiptum
- Almenn tölvuþekking og geta til að vinna með nútíma kerfi eins og Office 365, Kara Connect, Zoom og önnur frábær forrit
- Háskólamenntun í iðjuþjálfun
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuviku
- Frábært samstarfsfólk
- Margrómaðan grænmetishádegisverð
- Fjölbreytt tækifæri til að taka þátt í mótun þjónustu við krabbameinsgreinda á Íslandi
- Líflegt og skemmtilegt starfsumhverfi
- Stimpilklukkulaust umhverfi

Vilt þú ganga í hópinn?
Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein ásamt því að veita aðstandendum fræðslu og stuðning.
Í Ljósinu starfar þverfaglegur hópur sem er samheldinn og vinnur náið saman. Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum.
Allir starfsmenn taka þátt í uppbyggingu og þróun.