Sogæðameðferð fyrir konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein.
Kolbrún Lís Viðarsdóttir sjúkraþjálfari er með sérhæfða menntun í sogæðameðferð frá Þýskalandi.
Sogæðabjúgur og/eða stirðleiki og skert hreyfigeta getur myndast í kjölfar skurðaðgerðar t.d vegna krabbameins í brjósti, sérstaklega þegar margir eitlar eru fjarlægðir. Áhættan eykst ef geislað er í holhönd.
Æskilegt er að konur sem koma í sogæðameðferð noti ekki krem á það svæði sem er verið að fara að meðhöndla, á meðferðadaginn.
Við viljum mæta þessum vandamálum og bjóða aukna þjónustu í notalegu umhverfi Ljóssins, þar sem um er að ræða fallegt nuddherbergi og tækjasal.
Upplýsingar og tímapantanir hjá Ljósinu í síma 561-3770.
Helstu upplýsingar
Fyrir hverja: Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein
Umsjón: Kolbrún Lís Viðarsdóttir, sjúkraþjálfari
Verð: Þátttakendum að kostnaðarlausu
Tímapantanir í síma 561-3770.