Kynlíf og sjúkdómar

landspitali_logo.pngVitað er að sjúkdómar og meðferð þeirra geta haft neikvæð áhrif á kynlíf og náin tengsl.

Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að bæta þjónustu í sambandi við kynlífsheilbrigði á Landspítalanum. Í því sambandi hefur heilbrigðisstarfsfólk átt kost á fræðslu og þjálfun til að greina og meðhöndla vandamál tengd kynlífsheilbrigði hjá sjúklingum með langvinn veikindi. Einnig stendur sjúklingum með langvinna sjúkdóma til boða kynlífsráðgjafaþjónusta.

Árið 2011 var opnuð kynlífsráðgjöf á Landspítala. Ráðgjöfin er opin einstaklingum sem eru í meðferð á spítalanum.  Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, sérfræðingur í kynheilbrigðishjúkrun og í klinískri kynfræði (NACS) er starfsmaður.

Meðferðarlæknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og sjúkraþjálfarar viðkomandi sjúklinga geta sent beiðni til Jónu. Einnig er hægt að hafa samband við ritara í síma 543 6800 sem kemur skilaboðum til Jónu, eða með því að senda fyrirspurn á netfangið jonaijon@landspitali.is.