Velkomin í heima-jóga og slökun Ljóssins!

Hér bjóðum við ykkur upp á úrval jógaæfinga, „grounding“ með Helgu Jónu iðjuþjálfa og leiðbeiningar um hvernig þú getur nuddað þig sjálfur.

Góð ráð fyrir jógaæfingar heima fyrir

Allir geta iðkað jóga heima fyrir en það er gott að hafa eftirfarandi í huga til þess að stundin verði sem notalegust.

  • Best er að hafa dýnu eða mjúka mottu
  • Gott er að hafa teppi til að setja undir hné
  • Ef þú átt ekki jógakubb þá getur þú notað bók, stól eða eitthvað annað sem þú hefur við höndina heima
  • Hlustaðu á líkamann þinn og mundu að meira er ekki alltaf betra
  • Vertu í þægilegum fötum
  • Gott er að gera æfingar daglega, 10 mínútur á dag er alveg frábært

 

Áður en þú byrjar
Sestu niður og skannaðu líkama þinn. Þú getur setið á stól eða í hugsleiðslustöðu. Finndu hvernig þér líður í dag án þess að dæma eða ásaka, veittu því athygli. Finndu andardráttinn og dragðu nokkra meðvitaða andardrætti áður en þú byrjar.

 

Í lokin
Endaðu alltaf á því að leggjast flötum beinum í slökun í að minnsta kosti 5-10 mínútur. Best er að liggja á bakinu á dýnu en ef þú getur það ekki þá getur þú legið á hliðinni.

Það er gott að mæta í jóga hjá kennara en horfðu á þetta sem gott tækifæri til að koma jóga inn í daglega iðkun og gera jóga hluta af lífi þínu.

Jógamyndbönd

Nokkur orð um jóga

8 mínútna jógaflæði

Hugleiðsla með öndun

Bandvefslosun með bolta - Iljar

Bandvefslosun með bolta - Axlir og herðar

Slökun og tónheilun með Örnu

Meðvituð öndun

Mikilvægi öndunar

Stólajóga

Standandi jóga

Liðkandi bak

Prentvænar útgáfur af jóga

Jarðtengingin – „Grounding“

JÓGA NIDRA

Jóga Nidra - 23 mínútur

Jóga Nidra - 28 mínútur