Jafningjahópur fyrir fólk sem er með langvinnt krabbamein og búsett er á landsbyggðinni.
Eitt af markmiðum Ljóssins hefur verið frá upphafi að skapa vettvang fyrir skjólstæðinga til að deila reynslu sinni og nýta stuðning jafningja meðan á endurhæfingu stendur. Að ræða við jafningja sem skilja á eigin skinni hvað maður er að ganga í gegnum getur oft verið ómetanlegt. Með rafrænum jafningjahóp viljum við skapa vettvang fyrir fræðslu, bjargráð, reynslu, stuðning og ráð sem nýtast í krefjandi aðstæðum. Hér gefst tækifæri til þess að hitta aðra í sömu sporum, fá fræðslu og stuðning við að þekkja eigin tilfinningar og hugsanir.
UPPLÝSINGAR
Tímasetningar:
Næst 18. október
Hópurinn hittist 3. þriðjudag hvers mánaðar
kl: 11:00 – 12:00
Umsjón: Unnur María, iðjuþjálfi
Jafningafræðsla er þátttakendum að endurgjaldslausu
Skráning og upplýsingar í síma 561-3770