Hvert námskeið er eitt skipti, þrír tímar í senn. Hægt er að skrá sig á biðlista og verður þeim sem hafa áhuga á námskeiði boðið að koma í fyrsta lausa tíma.
Á námskeiðinu verður unnið með lífsreynslu og upplifun þátttakenda á skapandi og uppbyggilegan hátt. Kenndar verða leiðir til að flétta saman skynjun og tjáningu í gegnum náttúrumeðferð, hugleiðslu, samtal og jóga. Þátttakendur fá tækifæri til að tjá líðan og hugsanir með örsögum, prósum og ljóðum.
Leiðbeinendur eru Guðrún Friðriks, rithöfundur og iðjuþjálfi og Þórunn Rakel Gylfadóttir, rithöfundur og sjúkraþjálfari. Báðar hafa þær jógakennararéttindi og stunda meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Velkomið er að mæta með tölvu og gott er að mæta í þægilegum fatnaði.
Athugið að rithæfingarnámskeiðin eru aðeins fyrir þau sem eru í endurhæfingu í Ljósinu.
Helstu upplýsingar
Næsta námskeið verður auglýst síðar
Umsjón
Guðrún Friðriks, rithöfundur og iðjuþjálfi
Þórunn Rakel Gylfadóttir, rithöfundur og sjúkraþjálfari

