Námskeið í ritlist fyrir þjónustuþega Ljóssins. Á námskeiðinu verður unnið með lífsreynslu og upplifun þátttakenda á skapandi og uppbyggilegan hátt. Kenndar verða leiðir til að flétta saman skynjun og tjáningu í gegnum náttúrumeðferð, hugleiðslu, samtal og jóga. Þátttakendur fá tækifæri til að tjá líðan og hugsanir með örsögum, prósum og ljóðum.
Leiðbeinendur eru Guðrún Friðriks, rithöfundur og iðjuþjálfi og Þórunn Rakel Gylfadóttir, rithöfundur og sjúkraþjálfari. Báðar hafa þær jógakennararéttindi og stunda meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands.
Velkomið er að mæta með tölvu og gott er að mæta í þægilegum fatnaði.
Helstu upplýsingar
Næsta námskeið hefst 12. maí
Mánudagar
kl. 13:15-16:15
Umsjón
Guðrún Friðriks, rithöfundur og iðjuþjálfi
Þórunn Rakel Gylfadóttir, rithöfundur og sjúkraþjálfari
Upplýsingar og skráning í síma 561-3770 eða í gegnum hlekk hér fyrir neðan