Gunnusjóður

Styrktarsjóður Guðrúnar Ögmundsdóttur, Gunnusjóður, var formlega stofnaður í Ljósinu 20. janúar 2020 en sjóðnum er ætlað að styðja sérstaklega við þjónustuþega Ljóssins sem minna hafa á milli handanna og auðvelda þeim að nýta sér þjónustuliði sem eru í verðskrá.

Sjóðurinn var stofnaður í minningu Guðrúnar Ögmundsdóttur, alþingiskonu og borgarfulltrúa. Við lát Guðrúnar vildu margir minnast þessarar merkilegu konu sem naut svo mikillar virðingar í samfélaginu. Kvennalistakonur stofnuðu því bankareikning sem vinir og vandamenn lögðu inn á. Í anda Gunnu, sem ætíð hafði jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi, mun Ljósið nota sjóðinn til til að bjóða þeim sem ekki eru aflögufærir að nýta sér þá þjónustu sem Ljósið býður þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Gísla Víkingssonar, eiginmanns Guðrúnar, var það hennar ósk að ef fólk vildi minnast hennar þá væri Ljósið einn af þeim stöðum sem hún vildi að yrði fyrir valinu.

Við sendum okkar dýpstu þakkir til allra þeirra sem hafa lagt í sjóðinn og höldum nafni og hugsjón Gunnu um að styðja við þá efnaminni á lofti í Ljósinu.

Reikningsnúmer Gunnusjóðs:

0137-05-065826

kt. 590406-0740

 

Guðrún Ögmundsdóttir | Mynd: Mannlíf