Í boði eru aðstandendaviðtöl fyrir börn, ungmenni og fullorðna hjá Helgu Jónu Sigurðardóttur fjölskyldumeðferðarfræðingi og iðjuþjálfa.
Í daglegu tali er oftar en ekki talað um krabbamein sem fjölskyldusjúkdóm. Að greinast með krabbamein getur valdið miklu umróti og álagi, ekki bara í lífi þess greinda heldur allra í fjölskyldunni. Fjölskyldan stendur frammi fyrir nýjum aðstæðum og breytingum þar sem m.a. hlutverkaskipan getur riðlast. Hvernig einstaklingum tekst að aðlagast breytingum er mismunandi hjá hverjum og einum. Hlutirnir geta þróast á þann veg að það er ekki alltaf sá krabbameinsgreindi sem líður verst andlega.
Af fá stuðning frá utanaðkomandi aðila getur hjálpað aðstandendum að takast á við nýjar og breyttar aðstæður.
Helstu upplýsingar
Fyrir hverja: Krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra
Umsjón: Helga Jóna Sigurðardóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur og iðjuþjálfi
Tímapantanir í síma 561-3770