Eva Kristjánsdóttir

8
okt
2025

Iðjuþjálfun í verki – Opið hús

Í tilefni af Alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar, mánudaginn 27. október verður opið hús í Ljósinu milli 15:00-17:00. Iðjuþjálfar Ljóssins munu meðal annars kynna jafnvægi á milli vinnu, tómstunda og hvíldar í daglegur lífi. Ráðleggingar varðandi rétta líkamsbeitingu, skipulagningu, orkusparandi aðferðir, hlutverk aðstandenda í veikindum og ýmis konar handverk. Við hvetjum alla til að kíkja í heimsókn til okkar í Ljósið þennan

Lesa meira

30
sep
2025

Eftir aðgerð á brjósti – Fræðsluerindi 30. okt

Fimmtudaginn 30. október kl. 10:00-12:00 býður Ljósið upp á fræðslufyrirlestur og kynningu á stoðvörum fyrir þau sem hafa farið eða munu gangast undir aðgerð vegna brjóstakrabbameins. Fyrirlesarar eru Guðrún Erla og Inga Rán, þjálfarar Ljóssins auk Gígju Grétarsdóttur, hjúkrunarfræðings í Eirberg sem verður með kynningu á stoðvörum. Það er mikilvægt fyrir þau sem gangast undir aðgerð á brjósti að huga vel

Lesa meira

29
sep
2025

Golfklúbbur Kiðjabergs styrkir Ljósið

Fyrr í mánuðinum fór fram Bændaglíma Golfklúbbs Kiðjabergs 2025. Spilað var á fallegum Kiðjabergsvelli þar sem 40 tveggja manna lið mættu til leiks og spiluðu Texas Scramble holukeppni. Ákveðið var samróma af stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs að veita Ljósinu styrk að upphæð 250 þúsund krónur. Um er að ræða innkomu af þátttökugjöldum í Bændaglímu sem haldin var laugardaginn 13. september og

Lesa meira

29
sep
2025

Jafningjahópur kvenna 46+ hittist

Jafningjahópurinn fyrir konur 46 ára og eldri hittist á Kjarvalsstöðum 7. október kl. 13:00. Við fáum leiðsögn um yfirlitsýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur, Ósagt og fáum okkur kaffi á Klömbrum á eftir. Skráing fer fram í móttöku Ljóssins til og með mánudagsins 6.október.

25
sep
2025

Hádegistónleikar til styrktar Ljósinu í Bústaðakirkju í Bleikum október

Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá sem helguð er stuðningi við þau fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra. Aðgangur er ókeypis að öllum dagskrárliðum Bústaðakirkju í Bleikum október, en tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar Ljósinu.    Hluti af dagskránni í Bústaðakirkju eru hádegistónleikar alla miðvikudaga í október kl. 12:05. Dagskrá tónleikaraðarinnar er eftirfarandi: 1. október

Lesa meira

23
sep
2025

Velferðarnefnd Alþingis heimsótti Ljósið

Það var ánægjulegt að taka á móti velferðarnefnd Alþingis hingað í Ljósið á Langholtsveginum í gærmorgun. Við í Ljósinu leggjum áherslu á að vinna þétt með stjórnvöldum til að tryggja að sú sérþekking sem við búum yfir nýtist þeim sem taka ákvarðanir um heilbrigðismál.  „Ég held ég tali fyrir hönd Velferðarnefndar allrar þegar ég segi að þarna er um einstaka

Lesa meira

18
sep
2025

Liðkun og teygjur fyrir karla – Nýtt námskeið

Við bjóðum karlmenn í Ljósinu hjartanlega velkomna í nýja tíma! Liðkun og teygjur fyrir karla þar sem lögð er áhersla á að losa um spennu, bæta hreyfigetu og upplifa meiri léttleika í líkamanum. Í tímunum sameinum við liðkandi æfingar og teygjur með það að markmiði að auka liðleika og hreyfanleika líkamans. Æfingarnar eru aðlagaðar að þörfum hvers og eins. Fríða

Lesa meira

15
sep
2025

Samtalið heim – Andhormónameðferð kvenna

Við bjóðum ykkur velkomin á næsta erindi í fyrirlestraröðinni Samtalið heim sem ætluð er þjónustuþegum Ljóssins og aðstandendum þeirra. Mánudaginn 29. september kl. 16:30 verður fræðsluerindi um andhormónameðferð kvenna með Önnu Siggu, iðjuþjálfa og Ólöfu Kristjönu Bjarnadóttur, krabbameinslækni. Líkamleg og andleg líðan getur breyst mikið við að vera á andhormónum. Áhrifin geta verið fjölbreytt og mismunandi eftir einstaklingum og hafa

Lesa meira

15
sep
2025

Aftur til vinnu eða náms – Námskeið

Ert þú á leið til vinnu eða í nám eftir langt hlé í kjölfar krabbameins? Þá er gagnlegt að fá yfirlit yfir þá þætti sem gott er að huga að, hafa áhrif á vellíðan í starfi og styðja við færnina til að takast á við starf eða nám. Á námskeiðinu „Aftur til vinnu eða náms“ eru þessir þættir skoðaðir frá

Lesa meira

12
sep
2025

Styrktarleikur fyrir Ljósið

Á mánudaginn mætast Breiðablik og ÍBV á Kópavogsvelli kl. 18:00. Leikurinn verður spilaður til styrktar Ljóssins en í ár viljum við vekja athygli á starfi ungra karla í Ljósinu.  Frítt á völlinn en tekið verður við frjálsum framlögum við inngang.  Uppboð á treyjum leikmanna – allur ágóði rennur óskertur til Ljóssins.  Litla Ljósabúðin verður með sölu á varningi Ljóssins. Mætum

Lesa meira