Í gær fengum við góða gesti í Ljósið þegar fulltrúar Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur mættu í heimsókn og færðu Ljósinu veglegan styrk í endurhæfingarstarfið. Styrkurinn er sérstaklega hugsaður fyrir námskeið, fræðslu og stuðning fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein oftar en einu sinni. Við sendum okkar allra bestu þakkir til allra þeirra sem stóðu að söfnuninni en styrkurinn mun sannarlega nýtast
Þá fer að líða að árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins! Í ár göngum við í kringum Hvaleyrarvatn og hittumst við bílastæðið vestan megin vatnsins, miðvikudaginn 12. júní. Gangan hefst klukkan 11:00 með upphitun og í kjölfarið göngum við af stað, hvert á sínum hraða. Hringurinn í kringum vatnið er um 2,2 kílómetrar og stígurinn tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Starfsfólk
Spjall og styrking eru opnir tímar fyrir allt fólk sem nýlega hefur greinst með krabbamein og er vettvangur til að hitta aðra í sambærilegum aðstæðum og fá stutta fræðslu um margvísleg málefni og umræður um bjargráð. Tækifæri gefst fyrir umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda. Markmið námskeiðisins er að þau sem nýgreind
Kæru vinir, Það verður lokað hér í Ljósinu, föstudaginn 10. maí og mánudaginn 13. maí vegna árshátíðarferðar starfsfólks. Við hvetjum ykkur til að huga vel að heilsunni, fara jafnvel í göngu og njóta sumarblíðunnar. Við hlökkum til að sjá ykkur aftur í Ljósinu þriðjudaginn 14.maí. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Mánudaginn næstkomandi 6. maí kl. 16:00-18:00 verður hittingur fyrir 16-25 ára sem nýlega hafa greinst með eða verið í meðferð við krabbameini sl. 2 ár. Jafningjastuðningur er mikilvægur partur af starfsemi Ljóssins og er markmiðið að hópurinn fái að hafa áhrif á hvernig fyrirkomulag hópsins verður. Planið er að hafa þennan fyrsta hitting í húsi til að kynnast og ræða hvernig
Konur 46 ára og eldri hittast þriðjudaginn 7. maí kl. 13:00 í Ásmundarsal við Freyjugötu 41. Að þessu sinni munum við kynnast ungum og framsæknum listamanni sem heitir Pétur Geir en honum var boðið að sýna á listahátíð í Ásmundarsal. Hann mun gefa okkur leiðsögn og segja okkur frá sköpunarferlinu og við fáum okkur svo kaffi saman á kaffihúsi safnsins