Eva Kristjánsdóttir

22
okt
2025

Jafningjahópur – Konur 46 ára og eldri

Jafningjahópur kvenna 46 ára og eldri hittist næst þriðjudaginn, 4. nóvember, og að þessu sinni er ferðinni heitið á einstöku handritasýninguna í Eddu, húsi íslenskunnar, Arngrímsgötu 5, 107 Reykjavík. Við hittumst við innganginn í Eddu kl. 13:00 og eftir sýninguna fáum við okkur huggulegt kaffi á kaffihúsinu ÝMI, sem er í sömu byggingu. Aðgangseyrir er 1.200 kr. Vinsamlegast látið vita

Lesa meira

22
okt
2025

Bleiki dagurinn

Í dag er Bleiki dagurinn en hann er árvekniátak Krabbameinsfélagsins. Í ár er það tileinkað konum með langvinnt krabbamein undir fallega slagorðinu það er „list að lifa með krabbamein“. Við getum einnig notað daginn í dag til að hugsa til allra þeirra sem hafa greinst með þennan vágest. Vágestur sem læðist aftan að fólki og á einu andartaki breytist lífið.

Lesa meira

16
okt
2025

Sólrún Halldórsdóttir listakona styrkir Ljósið

Listakonan Sólrún Halldórsdóttir ákvað að endurvekja listaverkið sitt „Pink“, sem hún málaði upprunalega árið 2011. Verkið var fyrst sýnt í listasalnum Anarkíu í Kópavogi á sínum tíma. Nafnið Pink vísar til bleika litarins á blómunum í verkinu og táknar von. Á bakvið verk Sólrúnar liggur sterk og persónuleg tenging, þar sem margir í fjölskyldunni hennar hafa greinst með krabbamein gegnum

Lesa meira

16
okt
2025

Fréttatilkynning frá Ljósinu vegna ummæla heilbrigðisráðherra á Alþingi

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun kom fram í máli heilbrigðisráðherra að samningar hefðu náðst milli Ljóssins og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Ljósið vill koma eftirfarandi á framfæri: Undirritaður var skammtímasamningur út árið 2025 fyrir það fjármagn sem þegar hafði verið ákveðið á fjárlögum þessa árs. Viðbótarframlag sem fjárlaganefnd ákvað í fyrra eða 195 m kom beint frá Heilbrigðisráðuneytinu, en

Lesa meira

15
okt
2025

Vitundarbangsar til sölu

Nú er hægt að kaupa Vitundarbangsa í Litlu Ljósabúðinni og allur ágóði rennur beint til Ljóssins. Bangsarnir eru hannaðir af ungri konu sem nýlega útskrifaðist úr Ljósinu. Hana langaði til að gefa eitthvað til baka til Ljóssins, sem hafði verið stór hluti af hennar endurhæfingu. Hún segir að stuðningur annarra hafi skipt sköpum á hennar vegferð og að það hafi

Lesa meira

15
okt
2025

Húðflúr til styrktar Ljósinu

Í tilefni Bleiks októbers ákváðu þau Gunnhildur Gígja Ingvadóttir og Brynjar Björnsson að skipuleggja „flashday“ á húðflúrstofunni Studio Creative í Garðarbæ til styrktar Ljósinu. Viðburðurinn fór fram laugardaginn 11. október frá kl 12:00-18:00, þar sem boðið var upp á fjölbreyttar og fallegar hannanir frá hæfileikaríku húðflúrlistafólki Studio Creative. Fyrirtækið Nocco sá um að halda stemingunni uppi og gaf drykki. Við

Lesa meira

13
okt
2025

Ljósafoss niður Esjuna 15. nóvember

Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar fer fram laugardaginn 15. nóvember. Þar mun stór hópur fólks hittast við Esjurætur kl. 15:30 og svo verður lagt af stað upp að Steini klukkan 16:00 og í kjölfarið gengið niður með höfuðljós tendruð og myndaður fallegur Ljósafoss í þann mund sem myrkrið skellur á.  Hver og einn getur gengið þá vegalengd sem hentar,

Lesa meira

9
okt
2025

Lokað í Ljósinu 17. október

Lokað verður í Ljósinu föstudaginn 17. október vegna árshátíðar starfsfólks. Við hvetjum þjónustuþega til þess að njóta þessara daga og huga vel að líkama og sál. Við opnum aftur mánudaginn 20. október samkvæmt stundaskrá.  

9
okt
2025

Varst þú að greinast í annað sinn?

Námskeiðið Að greinast í annað sinn hefst miðvikudaginn 29. október. Um er að ræða 4 skipta námskeið sem er í senn fræðsla og jafningjastuðningur fyrir þau sem eru að greinast í annað sinn. Markmið námskeiðsins er að veita stuðning og fræðslu sem nýtist fólki m.a. við að öðlast meiri styrk og betri líðan til að stuðla að jafnvægi í daglegu

Lesa meira

9
okt
2025

Auka tími í slökun 20.okt

Mánudaginn 20.október ætlum við að bjóða upp á auka tíma í slökun kl. 13:30. Þátttakendur koma sér þægilega fyrir á dýnu eða stól og þurfa ekkert að aðhafast annað en að slaka á og hlusta á rödd þess sem leiðir. Þátttakendur verða leiddir inn í djúpa slökun og sleppa algjörlega tökum á allri spennu, þreytu og streitu. Slökun er góð

Lesa meira