Þóra Kristín Filippusdóttir hélt upp á 90 ára afmælið sitt 31. október síðastliðinn. Í tilefni dagsins ákvað hún að afþakka gjafir og óska þess í staðin að gestir hennar styrktu Ljósið. Við í Ljósinu erum innilega þakklát fyrir þessa fallegu gjöf og kærleiksríku hugsun. Svona stuðningur skiptir okkur miklu máli. Við sendum Þóru innilegar hamingjuóskir með 90 ára afmælið og
Í tilefni af 90 ára afmæli sínu ákvað Ingibjörg Gígja Karlsdóttir að afþakka gjafir og óska þess í staðin að gestir styrktu Ljósið. Samtals söfnuðust 280.000 krónur, sem Ingibjörg færði Ljósinu með hlýjum orðum: „Megi Guð og gæfan fylgja ykkur um ókomin ár.“ Við í Ljósinu viljum hjartanlega þakka Ingibjörgu fyrir þessa fallegu gjöf og hlýju hugsun. Þessi stuðningur er
Við í Ljósinu erum ótrúlega þakklát fyrir þann hlýhug og stuðning sem við fáum frá Sjóvá, sem hefur staðið með Ljósinu í tengslum við Ljósafossinn síðustu ár. Í ár hefur Sjóvá ákveðið að tvöfalda styrk sinn og styrkja Ljósið um 2.000 krónur fyrir hvern þátttakanda sem mætir við Esjurætur laugardaginn 15. nóvember. Þessi rausnarlegi stuðningur mun hjálpa okkur að efla
Ljósið lokar kl. 14:00 í dag, þriðjudaginn 28. október, vegna veðurs. Við hvetjum alla til að fara varlega og eiga notalega og hlýja stund innandyra.
Í dag, mánudaginn 27. október kl. 15:00-17:00, bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin í opið hús í Ljósinu! Í tilefni þess að í dag er Alþjóðadagur iðjuþjálfa munu iðjuþjálfar Ljóssins kynna meðal annars jafnvægi á milli vinnu, tómstunda og hvíldar í daglegur lífi, auk þess að gefa ráðleggingar varðandi rétta líkamsbeitingu, skipulagningu, orkusparandi aðferðir, hlutverk aðstandenda í veikindum og ýmis konar
Í gær lauk maraþongleðinni í ár formlega þegar Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íslandsbanki buðu góðgerðafélögum og öðru góðu fólki í létta uppskeruhátíð. Frá Ljósinu mætti Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra, og Íris Frímannsdóttir, samskipta- og markaðsfulltrúi, til þess að taka móti viðurkenningu en Ljósið var eitt af þremur söfnunarmestu góðgerðarfélögum Hlaupastyrks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2025. Lokaupphæðin nam heilum 31.882.824 kr og er metsöfnun
Kvennafrídagurinn 2025 er föstudaginn 24. október og markar 50 ára afmæli fyrsta kvennafrídagsins á Íslandi. Við hvetjum öll að minnast sögunnar og sýna samstöðu í anda jafnréttis. Í tilefni dagsins mun loka í Ljósinu kl. 13:00, þar sem söguganga og útifundur verða á Arnarhóli í Reykjavík um kl. 13:30.
Jafningjahópur kvenna 46 ára og eldri hittist næst þriðjudaginn, 4. nóvember, og að þessu sinni er ferðinni heitið á einstöku handritasýninguna í Eddu, húsi íslenskunnar, Arngrímsgötu 5, 107 Reykjavík. Við hittumst við innganginn í Eddu kl. 13:00 og eftir sýninguna fáum við okkur huggulegt kaffi á kaffihúsinu ÝMI, sem er í sömu byggingu. Aðgangseyrir er 1.200 kr. Vinsamlegast látið vita
Í dag er Bleiki dagurinn en hann er árvekniátak Krabbameinsfélagsins. Í ár er það tileinkað konum með langvinnt krabbamein undir fallega slagorðinu það er „list að lifa með krabbamein“. Við getum einnig notað daginn í dag til að hugsa til allra þeirra sem hafa greinst með þennan vágest. Vágestur sem læðist aftan að fólki og á einu andartaki breytist lífið.
Listakonan Sólrún Halldórsdóttir ákvað að endurvekja listaverkið sitt „Pink“, sem hún málaði upprunalega árið 2011. Verkið var fyrst sýnt í listasalnum Anarkíu í Kópavogi á sínum tíma. Nafnið Pink vísar til bleika litarins á blómunum í verkinu og táknar von. Á bakvið verk Sólrúnar liggur sterk og persónuleg tenging, þar sem margir í fjölskyldunni hennar hafa greinst með krabbamein gegnum