Eva Kristjánsdóttir

1
des
2025

Þökkum fyrir lífið tónleikar

Jón Karl Einarsson fagnaði 75 ára afmæli sínu og jafnframt 50 ára starfsafmæli sem kórstjóri með tónleikum 23. október. Á tónleikunum var flutt fjölbreytt efnisskrá tónlistar sem flestir kannast við, í nýjum og ferskum búningi. Öll lög kvöldsins voru flutt við texta Jóns Karls og spönnuðu allt frá Billy Joel og Paul Simon yfir í sálma og skosk þjóðlög. Tónleikarnir

Lesa meira

1
des
2025

Ljósablaðið 2025 er komið út

Við erum ótrúlega glöð að tilkynna að nýjasta tímarit Ljóssins er komið út. Í ár hefur verið lögð einstaklega mikil vinna í blaðið og erum við í Ljósinu afar stolt af útkomunni. Tímaritið er á stafrænu formi líkt og í fyrra, og í ár er það ennþá stærra og innihaldsríkara! Þar má meðal annars finna faglegar greinar frá starfsfólki, áhrifaríkar

Lesa meira

24
nóv
2025

Nemendur söfnuðu 2,2 milljónum fyrir Ljósið

Nemendur Hagaskóla taka árlega þátt í góðgerðardeginum Gott mál, þar sem þeir velja eitt innlent og eitt erlent málefni til að styrkja. Í ár var góðgerðardagurinn haldinn í fjórtánda sinn og völdu nemendur að styrkja barna- og ungmennastarf Ljóssins og börnin á Gasa. Nemendurnir söfnuðu fyrir málefnunum með sölu á mat, bakstri og varningi, auk skemmtilegum leikjum, uppákomum og þrautum.

Lesa meira

19
nóv
2025

Jafningjahópur – Konur 46 ára og eldri

Jafningjahópur fyrir konur 46 ára og eldri, hittist þriðjudaginn 2. desember kl. 13:30. Við ætlum að fara saman í High Tea á Vox og eiga saman hátíðlega stund. Verðið er 4.680 kr. og hver borgar fyrir sig á staðnum (kaffi og te er innifalið).  Vinsamlegast látið vita af þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 28. nóvember í afgreiðslu Ljóssins.  Við hlökkum

Lesa meira

19
nóv
2025

HS Orka styrkir Ljósið í tilefni Bleiks október

Um daginn fengum við yndislega heimsókn í Ljósið frá þeim Petru Lind Einarsdóttur og Lilju Magnúsdóttur frá HS Orku, sem komu færandi hendi og afhentu styrk til starfsins í Ljósinu. Lilja greindist með brjóstakrabbamein í vor og hefur síðan sótt þjónustu hér í Ljósinu. Hún segir að Ljósið hafi gert mikið fyrir sig frá því að hún greindist og að

Lesa meira

18
nóv
2025

Bústaðakirkja styrkir Ljósið

Bústaðakirkja hefur nú í 15 ár haldið upp á Bleikan október og ákváðu þau að styrkja Ljósið og Krabbameinsfélag Íslands. Jónas Þórir organisti skipulagði dagskrána fyrir mánuðinn eins og hann hefur gert síðast liðin ár. Á miðvikudögum fóru fram hádegistónleikar og á sunnudögum voru bleikir dagar. Aðgangur inn á tónleikana var ókeypis en tónleikagestum var boðið að styðja Ljósið eða

Lesa meira

18
nóv
2025

Ljósafoss á Patreksfirði

Dásamlegar fréttir bárust frá Patreksfirði þegar Þorgerður Einarsdóttur og Guðbjartur Gissurarson sögðu frá því að íbúar bæjarins hefðu ákveðið að halda sína eigin Ljósafossgöngu síðasta laugardag. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara mættu 28 manns og tveir hundar til að taka þátt. Gangan gekk afar vel og það var góð stemning að sögn Þorgerðar og Guðbjarts. Stefnt er að því að endurtaka

Lesa meira

17
nóv
2025

Metfjöldi í Ljósafoss – MYNDIR

Innilegar þakkir til allra sem mættu á laugardaginn við Esjurætur og hjálpuðu okkur að mynda flottasta og bjartast Ljósafossinn hingað til. Það var metmæting þegar 900 manns tóku þátt í að lýsa upp Esjuna með okkur í ár. Við erum svo ótrúlega þakklát fyrir þennan frábæra stuðning, þið eruð alveg einstök! Ýmsir komu að því að gera Ljósafossinn í ár

Lesa meira

14
nóv
2025

Ljósafossinn er á morgun!

Tíminn flýgur áfram og á morgun er komið að hinni árlegu Ljósafossgöngu upp Esjuna. Við erum ótrúlega spennt að ganga með ykkur og mynda stærsta Ljósafossinn hingað til! Við hittumst á bílastæðinu við Esjuna kl. 15:30 og leggjum af stað upp að Steini kl. 16:00. Munið að klæða ykkur í hlý föt, vera í góðum gönguskóm og taka höfuðljós fyrir

Lesa meira

13
nóv
2025

Lokað í líkamlegu endurhæfingunni 20. nóvember

Líkamlega endurhæfingin i Ljósinu verður lokuð fimmtudaginn, 20. nóvember, þar sem þjálfarar Ljóssins verða á heilbrigðisráðstefnu um endurhæfingu.  Þjálfurum Ljóssins þykir mikilvægt að fylgjast með nýjustu þróun og fræðslu í faginu, svo þeir geti haldið áfram að bjóða upp á bestu mögulegu endurhæfinguna og stuðninginn fyrir þjónustuþega Ljóssins. Takk fyrir skilninginn. Þjálfarar Ljóssins hlakka til að taka á móti ykkur

Lesa meira