Eva Kristjánsdóttir

20
jan
2026

Gönguþjálfun fellur niður í dag vegna hálku

Það er mikil og varasöm hálka á götum og stígum þennan daginn og óhætt að vara fólk við hálkunni fram eftir morgni og sérstaklega á minna förnum götum og á bílaplönum. Vegna þessa þá fellur gönguþjálfun niður í dag og minnum á að þau sem ætla að leggja leið sína til okkar í dag að það er flughált á Langholtsveginum.

Lesa meira

15
jan
2026

Styrkur frá Oddfellow Rebekkustúku nr.11 Steinunni

Í gær fengum við heimsókn frá Hörpu S. Guðmundsdóttur sem kom fyrir hönd Oddfellow stúku nr. 11, Steinunni. Oddfellowstúkan Steinunn no 11. er líknarfélag sem styrkir ýmiskonar málefni t.d. þau sem eru í nærsamfélagi sínu. Þær ákváðu að styrkja Ljósið eftir að hafa heyrt fallegar sögur af þjónustunni sem Ljósið veitir fyrir einstaklinga um allt land, og þar með systur

Lesa meira

12
jan
2026

Áfram Ísland – árituð landsliðstreyja á uppboði

Nú á nýju ári förum við í Ljósinu af stað með nýtt og skemmtilegt verkefni! Okkur hefur borist að gjöf nokkrar glæsilegar íþróttatreyjur sem verða til sölu á uppboði reglulega yfir árið 2026 og allur ágóði rennur beint til Ljóssins. Við erum ótrúlega spennt að segja ykkur frá fyrstu treyjunni sem er aðaltreyja íslenska landsliðsins í handbolta, árituð af strákunum okkar!

Lesa meira

7
jan
2026

Hádegismatur föstudaginn 9. janúar

Nú á föstudaginn 9. janúar verður hádegismaturinn í Ljósinu með breyttu sniði vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Léttur hádegismatur verður í boði á milli kl. 11:00-12:00 og fellur strákamatur niður þennan dag.  Ljósið verður opið samkvæmt stundaskrá frá 8:30-14:00 og helst dagskrá annars óbreytt.    

11
des
2025

ELKO færði Ljósinu eins milljón króna styrk

Viðskiptavinir ELKO völdu Ljósið sem styrktarmálefni sem þau vildu að hlyti styrk úr styrktarfsjóði ELKO Peningagjöfin er partur af loforðum og gildum ELKO að sýna loforð í verki að það sem skiptir viðskiptavini þeirra máli skipti ELKO máli. Ljósið þakkar kærlega fyrir styrkinn sem mun koma sér vel í starfseminni. Á myndinni eru þau Sófús Árni Hafsteinsson forstöðumaður viðskiptaþróunar, Óttar

Lesa meira

9
des
2025

Styrktarátak Nettó skilar 5.5 milljónum króna til Ljóssins

Sam­starfs­verk­efni Nettó og Ljóss­ins hef­ur skilað fimm og hálfri milljón króna, sem renna nú óskipt til end­ur­hæf­ing­ar fólks með krabba­mein. Þetta er þriðja árið í röð sem Nettó og Ljósið efna til sam­starfs í júlí­mánuði og í ár var það mynd­list­ar­maðurinn Steingrímur Gauti sem hannaði listaverkið sem prýðir sérhannaða, fallega slæðu og veglegan taupoka. Vörurnar voru seldar í verslunum Nettó

Lesa meira

8
des
2025

Þjónustukönnun Ljóssins

Við í Ljósinu erum sífellt að leita leiða til að veita betri þjónustu og er hluti af því að mæla gæði þeirrar endurhæfingar og stuðnings sem boðið er upp á. Nú hefur Maskína sent út þjónustukönnun í nafni Ljóssins. Engin svör eru rekjanleg til einstaklinga og fyllsta trúnaðar er gætt við framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar. Við biðjum þig um að

Lesa meira

4
des
2025

Jólapeysudagur 9. desember í Ljósinu

Næstkomandi þriðjudag, 9. desember, ætlum við að vera á jólalegum nótum í Ljósinu. Eftir hádegi verður boðið upp á heitt kakó, smákökur og létta jóladagskrá. Við hvetjum alla, bæði starfsfólk og þá sem koma í Ljósið, til að mæta jólaleg í hús! Það má gjarnan draga fram ljótu jólapeysurnar, jólahúfurnar, jólasokkana eða bara skella á sig rauðum, hátíðlegum varalit. Jóladagskrá

Lesa meira

4
des
2025

Uppi á lofti, inni í skáp eru jólapakkar…

Í Ljósabúðinni er margt fallegt sem myndi kæta mömmu, frænda, barnabarn, bróður, vinkonuna og alla hina. Kerti og spil, ullarsokkar og vettlingar nú eða falleg slæða. Þetta og margt fleira fallegt til að setja undir jólatréð hjá þeim sem þér þykir vænt um. Endilega kíktu til okkar í Ljósið og skoðaðu úrvalið.

4
des
2025

Jólagönguþjálfun 9. desember

Á þriðjudaginn, 9. desember, verður jólapeysudagur í Ljósinu og í tilefni þess verður smá jólastemning í gönguþjálfuninni þann daginn. Við hittumst kl. 11:00 þjálfaramegin og göngum saman í Laugardalinn, þar sem við tökum létta göngu og nokkrar æfingar. Að lokinni göngu fáum okkur heitt kakó áður en haldið er aftur í fjörið í Ljósinu. Ef þið eigið jólapeysu, jólasveinahúfu eða

Lesa meira