Kæru vinir, Við óskum ykkur öllum góðra og gleðilegra páska. Lokað verður í Ljósinu verður frá 17.- 21.apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 22. apríl. Hafið það gott yfir hátíðirnar! Páskakveðja, Starfsfólk Ljóssins
Ljósið býður þjónustuþegum sínum og mökum þeirra í fræðsluerindi með Áslaugu Kristjánsdóttur, kynfræðingi mánudaginn 31. mars kl. 16:30-17:30. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Samtalið heim og er ætlað þjónustuþegum og mökum þeirra sem vilja fá hagnýtar leiðir til að styrkja tengslin, halda samtalinu lifandi og rækta ástina – jafnvel á erfiðum tímum. Áslaug Kristjánsdóttir, er einn af vinsælustu fyrirlesurum Ljóssins
Í Ljósinu er alltaf eitthvað um að vera og nú á fimmtudaginn næstkomandi hefst 4 vikna námskeið í bandvefslosun. Bandvefur er stoðvefur sem umlykur og tengir saman mismunandi vefi og er milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar missir hann seigu teygju eiginleika sína sem getur haft áhrif á hreyfigetu. Ýmiskonar verkir og skert hreyfigeta geta
Krabbameinsgreining snertir alla í fjölskyldunni. Til að auðvelda samtal og veita stuðning innan fjölskyldunnar býður Ljósið upp á dagskrárliði þar sem aðstandendur geta speglað sig í reynslu annarra, fengið fræðslu og unnið með eigin líðan í öruggu umhverfi. Hvort sem þú vilt styrkja samtalið á heimilinu eða efla jafnvægi hjá yngri aðstandendum, þá eru þessir dagskrárliðir hannaðir til að mæta þörfum
Hvað gerist eftir brjóstaaðgerð? Hvernig er hægt að stuðla að betri hreyfigetu og vellíðan? Fimmtudaginn 13. mars kl. 10:00 – 12:00 býður Ljósið upp á fræðslu og kynningu á stoðvörum fyrir þau sem hafa gengist undir aðgerð á brjósti vegna brjóstakrabbameins eða eiga eftir að fara í slíka aðgerð. Dagsetning: Fimmtudaginn 13. mars
Tími: kl. 10:00 – 12:00
Staðsetning:
Ljúf stund fyrir líkama og sál Föstudaginn 14. mars verða Erla og Fríða, þjálfarar Ljóssins með einstaka pop-up tíma í Yin Yoga og bandvefslosun. Þetta er frábært tækifæri til að gefa líkamanum kærkomna mýkt, róa hugann og sleppa takinu á spennu og stirðleika. Dagsetning: 14. mars
Tímar: kl. 9:00 og 10:30 (70 mínútur hvor)
Staðsetning: Græni salurinn í Ljósinu
Þann 4. mars ætla konur 46 ára og eldri að gera sér dagamun og hittast á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ kl. 13:00. Við fáum leiðsögn um hönnunarsafnið og förum á kaffihús Te og kaffi á eftir. Hlökkum til að njóta dagsins með ykkur! Skráning í móttöku Ljóssins til 3. mars.
Það er ekki einfalt fyrir ungmenni að eiga náinn aðstandanda sem greinst hefur með krabbamein. Oft finna þau fyrir óöryggi, depurð og kvíða, en vita ekki alltaf hvernig þau geta tekist á við þessar tilfinningar. Í Ljósinu viljum við styðja fjölskyldur sem glíma við slíkar aðstæður og bjóðum því upp á einstakt námskeið fyrir aðstandendur á aldrinum 14-17 ára. Þar
Þegar Guðlaug Ragnarsdóttir greindist með brjóstakrabbamein aðeins 43 ára gömul tók lífið skyndilega u-beygju. Hún lýsir því sem áfalli að fara úr því að vera heilbrigð í blóma lífsins yfir í að vera krabbameinssjúklingur á örfáum dögum. En hún lærði að takast á við þetta nýja líf – ekki bara fyrir sig, líka fyrir fjölskylduna sína. „Það að greinast með
Ert þú að leita leiða til að byggja upp innri styrk og takast á við áskoranir af meira jafnvægi? Þrautseigja og innri styrkur er rafrænt námskeið sem leiðbeinir þér í gagnreyndum aðferðum sem auka andlega seiglu og styrkja líðan – hvar sem þú ert. Á þessu námskeiði lærir þú: Að rækta jákvæðar tilfinningar og tileinka þér lærða bjartsýni