Eva Kristjánsdóttir

4
des
2025

Jólapeysudagur 9. desember í Ljósinu

Næstkomandi þriðjudag, 9. desember, ætlum við að vera á jólalegum nótum í Ljósinu. Eftir hádegi verður boðið upp á heitt kakó, smákökur og létta jóladagskrá. Við hvetjum alla, bæði starfsfólk og þá sem koma í Ljósið, til að mæta jólaleg í hús! Það má gjarnan draga fram ljótu jólapeysurnar, jólahúfurnar, jólasokkana eða bara skella á sig rauðum, hátíðlegum varalit. Jóladagskrá

Lesa meira

4
des
2025

Uppi á lofti, inni í skáp eru jólapakkar…

Í Ljósabúðinni er margt fallegt sem myndi kæta mömmu, frænda, barnabarn, bróður, vinkonuna og alla hina. Kerti og spil, ullarsokkar og vettlingar nú eða falleg slæða. Þetta og margt fleira fallegt til að setja undir jólatréð hjá þeim sem þér þykir vænt um. Endilega kíktu til okkar í Ljósið og skoðaðu úrvalið.

4
des
2025

Jólagönguþjálfun 9. desember

Á þriðjudaginn, 9. desember, verður jólapeysudagur í Ljósinu og í tilefni þess verður smá jólastemning í gönguþjálfuninni þann daginn. Við hittumst kl. 11:00 þjálfaramegin og göngum saman í Laugardalinn, þar sem við tökum létta göngu og nokkrar æfingar. Að lokinni göngu fáum okkur heitt kakó áður en haldið er aftur í fjörið í Ljósinu. Ef þið eigið jólapeysu, jólasveinahúfu eða

Lesa meira

3
des
2025

Oddfellowstúka nr. 5 færði Ljósinu styrk

Oddfellowstúka nr. 5, Þórsteinn kom færandi hendi í Ljósið. Þeir Jón Helgi Pálsson og Eiríkur Jónsson færðu Ljósinu veglegan styrk að upphæð 1.000.000 mkr. sem fer í húsnæðissjóðinn. Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins tók á móti styrknum og við sendum félögum stúkunnar okkar allra bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

3
des
2025

Þrjár hollar uppskriftir frá næringarfræðingum Ljóssins

Í Ljósinu fer fram heildræn og þverfagleg endurhæfing þar sem hugað er að líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum heilsu og vellíðunar. Næring er mikilvægur hluti af þessari nálgun, enda hefur hún áhrif á bæði líkamlegt og andlegt ástand og getur jafnframt skapað tækifæri til félagslegra tengsla.   Í Ljósinu starfa tveir frábærir næringarfræðingar, Rannveig Björnsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir. Þær settu saman

Lesa meira

2
des
2025

32,1 milljónir króna renna til Ljóssins eftir Takk dag Fossa

Ljósið tók í dag við rúmlega 32 milljónum sem söfnuðust á Takk degi Fossa fjárfestingabanka. Framlag Fossa skiptir gríðarlega miklu máli fyrir starfsemi Ljóssins og óhætt að segja að Takk dagurinn standi undir nafni því þakklætið fyrir söfnun sem þessa er mikið. Fossar fjárfestingarbanki héldu Takk daginn í ellefta sinn 27. nóvember þegar safnað var í þágu Ljóssins, endurhæfingar- og

Lesa meira

2
des
2025

Auka tímar í slökun í desember

Það er mikilvægt að gefa sér tíma til að hlúa að sér í desember, og þess vegna ætlum við að bjóða upp á tvo auka tíma í slökun! 8. desember (mánudagur) kl.10:30 15. desember (mánudagur) kl.13:30 Hver tími er 35-45 mínútur. Slökun er góð leið til að auka vellíðan, draga úr álagi, bæta svefn og auka lífsgæði. Þátttakendur koma sér

Lesa meira

1
des
2025

Þökkum fyrir lífið tónleikar

Jón Karl Einarsson fagnaði 75 ára afmæli sínu og jafnframt 50 ára starfsafmæli sem kórstjóri með tónleikum 23. október. Á tónleikunum var flutt fjölbreytt efnisskrá tónlistar sem flestir kannast við, í nýjum og ferskum búningi. Öll lög kvöldsins voru flutt við texta Jóns Karls og spönnuðu allt frá Billy Joel og Paul Simon yfir í sálma og skosk þjóðlög. Tónleikarnir

Lesa meira

1
des
2025

Ljósablaðið 2025 er komið út

Við erum ótrúlega glöð að tilkynna að nýjasta tímarit Ljóssins er komið út. Í ár hefur verið lögð einstaklega mikil vinna í blaðið og erum við í Ljósinu afar stolt af útkomunni. Tímaritið er á stafrænu formi líkt og í fyrra, og í ár er það ennþá stærra og innihaldsríkara! Þar má meðal annars finna faglegar greinar frá starfsfólki, áhrifaríkar

Lesa meira

24
nóv
2025

Nemendur söfnuðu 2,2 milljónum fyrir Ljósið

Nemendur Hagaskóla taka árlega þátt í góðgerðardeginum Gott mál, þar sem þeir velja eitt innlent og eitt erlent málefni til að styrkja. Í ár var góðgerðardagurinn haldinn í fjórtánda sinn og völdu nemendur að styrkja barna- og ungmennastarf Ljóssins og börnin á Gasa. Nemendurnir söfnuðu fyrir málefnunum með sölu á mat, bakstri og varningi, auk skemmtilegum leikjum, uppákomum og þrautum.

Lesa meira