Hópmeðferð fyrir þau sem vilja vinna úr erfiðri reynslu í gegnum krabbameinsferlið. Í hópnum eru gerðar æfingar til að auka tilfinningalegan stöðugleika, gerðar róandi æfingar og leiðbeinendur leggja sig fram við að byggja upp traust og öruggt umhverfi. Í hópnum er ekki farið í forsögu hvers og eins heldur vinna allir með sína eigin reynslu.
Meðferðin getur gagnast til að vinna úr erfiðum tilfinningum í tengslum við greiningu, meðferð og óvissu.
EMDR hefur reynst árangursrík við að:
- Auka lífsgæði og tilfinningalegt jafnvægi
- Setja erfiðar minningar í nýtt samhengi
- Auka sjálfsmildi og bæta sjálfsmynd
- Draga úr streitueinkennum
- Minnka kvíða og þunglyndi
Að greinast með krabbamein getur haft víðtækar afleiðingar og margir upplifa kvíða og depurð. Áhyggjur af framtíðinni og áskoranir í tengslum við meðferð geta einnig valdið streitu og vanlíðan.
Streituvaldandi atburðir eiga það til að festast í taugakerfinu sem getur leitt til ýmissa óþægilegra tilfinninga og líkamlegra viðbragða í ólíkum aðstæðum. EMDR notar tvíhliða áreiti til þess að vinna úr erfiðum minningum og losa um spennu úr taugakerfinu. Með því eykst tilfinningalegt svigrúm og færni til að takast á við amstur daglegs lífs.
Sálfræðingar í Ljósinu skrá á námskeiðið.
Næsta námskeið
Næsta námskeið hefst í janúar 2026
Sálfræðingar í Ljósinu skrá á námskeiðið

