Að finna samkennd í huga og hjarta er fjögurra vikna námskeið þar sem fléttað er saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og samkenndar.
Hugræn atferlismeðferð er vel rannsökuð aðferð sem hefur áhrif á hugsanamynstur, viðhorf og virkni. HAM hefur reynst vel við kvíða og þunglyndi og með því að flétta inn æfingum í samkennd eykst velvilji í eigin garð og í garð annarra. Með aukinni samkenndarþjálfun er hægt að taka betur utan um tilfinningar sínar og sýna sér og öðrum mildi, skilning og hlýju.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á:
- Hugleiðsluæfingar fyrir samkennd og núvitund
- Skoða vanamynstur í hugsun og hegðun
- Skoða eigin viðhorf og skýringarstíl
- Að sýna sér og öðrum samkennd
Námskeiðinu er ætlað að hjálpa til við að milda innra samtalið þannig að tilfinningar verða viðráðanlegri og þátttakendur nái að vera betur til staðar í daglegu lífi.
NÆSTA NÁMSKEIÐ
Hefst 11. mars 2026
Miðvikudagar kl. 13:30 – 15:30, í 4 skipti
Umsjón: Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, sálfræðingur og núvitundarkennari

