Það getur verið krefjandi að stíga aftur inn í hversdagsleikann eftir langvinn veikindi og reynslu sem breytir manni fyrir lífstíð. Að takast á við verkefni lífsins í jafnvel breyttum líkama, með breytta sýn á lífið og óöryggi með hvað framtíðin ber í skauti sér. Jafningjahópur veitir tækifæri til að fá fræðslu, bjargráð, reynslu, stuðning og ráð sem nýtast í krefjandi aðstæðum.
UPPLÝSINGAR
Tímasetningar:
Hefst 7. október
Fyrsta föstudag í mánuði klukkan 12:30
Umsjón:
Berglind, iðjuþjálfi
Hópurinn er þátttakendum að endurgjaldslausu
Skráning og upplýsingar í síma 561-3770