Öll dagskrá Ljóssins stuðlar að því að nýta nærumhverfi og gera fólk sjálfbært í sinni endurhæfingu. Það auðveldar fólki að yfirfæra það sem það lærir í Ljósinu í sitt daglega líf.
Til viðbótar við þá endurhæfingu sem er í boði í Ljósinu leitumst við við að miðla í stafrænu formi greinum, myndum og myndböndum sem gagnast geta krabbameinsgreindum og aðstandendum.
Hér fyrir neðan má finna hlekki á ýmislegt fræðsluefni tengt krabbameini.
- Krabbameinstengd þreyta, glærur – fræðsluefni frá Landspítalanum, janúar 2018. Efnið er þýtt og staðfært úr erlendum leiðbeiningum og unnið í samvinnu við íslenska einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein. Til að lesa meira, smelltu hér.