Góðgerðadagur Hagaskóla er árlegur en í ár eru það Amnesty International og hópurinn Ungir aðstandendur hjá Ljósinu, stuðningshópur fyrir börn og unglinga sem eiga foreldra sem hafa greinst með krabbamein, sem njóta góðs af því sem safnast. Ljósið stendur einmitt þeim vinkonunum nærri en Elísabet missti föður sinn fyrir einu og hálfu ári og þekkir því vel til starfssemi Ljóssins. „Við bróðir minn fengum mikla hjálp og stuðning þaðan þegar pabbi dó. Það var þess vegna sem mig langaði að gera eitthvað alveg sérstakt þessa þemavikuna til að safna sem mestum peningum,“ segir Elísabet og bætir við að hún geti hugsað sér að gefa hárið sem fær að fjúka til hárkollugerðar í framhaldinu.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.