Ljósið er í samstarfi við Foreldrahús.
Námskeiðið er fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára.
Hópurinn hittist aðra hvora viku, eina og hálfa klst. í senn. (Fimmtudaga kl. 20:00-21:30)
Opinn hópur þar sem hver og einn getur verið eins lengi og hann vill. Sent er sms á alla sama dag og hittingur er.
Megin tilgangur námsskeiðsins er að efla innsæi, tjáningu og getu einstaklingsins til að takast á við það hlutverk að vera aðstandandi og þannig öðlist frekari tilfinningalega kjölfestu og sterkari sjálfsmynd.
Á námskeiðinu fer fræðsla, sjálfsskoðun og tilfinningaleg úrvinnsla fram í gegnum sköpun og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi.
FRÆÐSLA
Sorgarferlið (afneitun-reiði-sorg-sættir-aðlögun), áföll og aðrar upplifanir sem tengjast því að vera aðstandandi og fer hún fram í gegnum umræðu.
SJÁLFSSKOÐUN
Unnið með sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi í gegnum sköpun, verkefni og umræðu
TILFINNINGALEG ÚRVINNSLA
Svörun á þá tilfininningatjáningu sem skapast í hópum útfrá reynslum og upplifunum með virkri hlustun, skilningi og samkennd.
Nálgunin miðast við að hver og einn fái að vera á sínum forsendum, útfrá sínum þroska, getu og aðstæðum.
Elísabet Lorange
Listmeðferðarfræðingur
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.