Þorsteinn Jakobsson göngugarpur lætur enn á ný til sín taka til að minna á Ljósið endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Tvö ár í röð hefur hann gengið til að minna á starfsemi Ljóssins. Árið 2009 gékk hann 7 sinnum upp og niður Esjuna. Árið 2010 gékk hann þann 28 maí, 10 tinda á 12 og 1/2 klukkutímum, auk þess að ganga 365 tinda það árið og endaði gönguna þann 11 desember sl. á Esjunni þar sem um 400 manns bjuggu til fallegan Ljósafoss.
Árið 2011 eða fyrsta dag ársins byrjaði Steini á því að ganga á Helgafell. Síðan þá hefur hann gengið á annað hundrað tinda og stefnir á 400 tinda á þessu ári.
Þann 27 maí nk. verður sannkallaður Ljósa-göngudagur. Þá ætlar Steini að ganga 11 tinda á 15 tímum. Hann er stórtækur núna eins og ávallt og byrjar gönguna á Helgafelli í Mosfellsbæ en endar hana í Vestmannaeyjum sama dag og verður hann þá hálfnaður eða búinn með 200 tinda. Hann verður fluttur á milli lands og eyja í þyrlu. Þetta eru engin smá tindar sem hann klífur þennan dag en þeir eru:
Helgafell í Mosfellsbæ, Helgafell í Kaldárseli, Stapatindur, Hellutindar, Miðdegishjnúkar, Trölladyngja, Grænadyngja, Keilir, Helgafell í Eyjum, Blátindur í Eyjum og Heimaklettur í Eyjum. Gerið aðrir betur…..
Nýtt: Þeir sem vilja fara með Steina til Vestmannaeyja og ganga eitthvað með honum geta pantað sæti í flugi hjá honum í síma 892-5110. Það er Sigurður Georgsson flugmaður sem skaffar flugvélar í ferðina.
Opið hús í Ljósinu þann 27 maí. Sama dag og Steini gengur alla þessa tinda verður opið hús í Ljósinu, frá kl. 11:00-20:00 og eru allir velkomnir bæði Ljósberar og gestir. Það verða seldar ljúffengar ódýrar veitingar í garðinum, við verðum með útimarkað og skemmtilegar uppákomur bæði fyrir börn og fullorðna. Endilega notið tækifærið og gleðjist með okkur þennan dag..
ÁFRAM STEINI- ÁFRAM LJÓSIÐ
Þeir sem vilja styrkja gönguna miklu er bent á styrktarsjóð Ljóssins 0130-26-410420 kt 590406-0740
Ljósið er að mestu rekið fyrir styrktarfé.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.