Young Spocks – ungir karlmenn

Young Spocks er jafningjahópur fyrir unga karlmenn á aldrinum 18-45 ára sem greinst hafa með krabbamein. Hópnum gefst tækifæri til að hittas á mismunandi tímum, eða sem hér segir.

  • Hádegisstrákar: Hópurinn hittist annan hvern fimmtudag í Ljósinu kl. 11:30 og borðar saman og spjallar um allt milli himins og jarðar.  Tilvalin vetvangur fyrir unga karlmenn til að hitta aðra í svipuðum sporum.
  • Fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 18:15 í Ljósinu. Gjarnan eru tekin fyrir áhugaverð málefni sem gefur hópnum tækifæri til að ræða enn frekar og deila um leið upplifun og reynslu.
  • Hreyfing: Mánudaga og miðvikudaga kl. 11 hittist hópurinn í Hreyfingu í Glæsibæ og tekur á því undir stjórn sjúkraþjálfara.

Að hitta jafningja, sem hafa innsýn í líðan, hugsanir og þau líkamlegu einkenni sem eru fylgifiskar krabbameins, getur hjálpað til við að takast á við nýjan veruleika.

Hópurinn hittist á móti jafningjahópnum Gullfiskarnir sem er blandaður hópur á sama aldri, en þau hafa það að markmiði að búa til skemmtilega viðburði saman.

Umsjón með hópnum hefur Matti Osvald markþjálfi.

Vekjum einnig athygli á Facbooksíðu hópsins þar sem ýmsar umræður og upplýsingar er að finna.

Young Spocks ætla að hittast eftirfarandi daga á haustönn 2017

  •  27. september
  •  11. október
  • 25. október
  • 8. nóvember
  • 22. nóvember
  • 6. desember

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Karlmenn 18-45 ára sem greinst hafa með krabbamein

Hvenær: Mánudaga, miðvikudag og fimmtudaga – sjá nánar hér til hliðar

Hvar: Í Ljósinu

Umsjón: Matti Osvald