Um Listmeðferð

Listmeðferð í Ljósinu Listmeðferð snýst um að einstaklingurinn vinni  með reynslur sínar og upplifanir í gegnum listsköpun og deili með öðrum. Þannig er hægt að þróa persónulega tjáningu og koma  tilfinningum frá sér á uppbyggjandi hátt.  Listmeðferð getur hjálpað til við að efla meðvitund um eigin tilfinningar, hugsanir og viðbrögð. Að deila tilfinningum stuðlar að bættri andlegri og líkamlegri líðan. Mikilvægt er að einstaklingurinn upplifi traust og öryggi til þess að geta tjáð sig frjálst með þeim efnivið sem er í boði. Aðal áhersla er lögð á  sköpunina sjálfa (ekki útkomuna) og þá munnlegu tjáningu um  tilfinningar og hugsanir sem upp koma. Megin tilgangur listmeðferðarfræðingsins er að halda utan um ferlið þannig að það stuðli að auknum sjálfsskilningi hvers og eins. Margir af þeim sem hafa verið í listmeðferð í Ljósinu hafa orðað að þeir öðlist ró og meiri tengsl við sjálfan sig þegar þeir sitja í  þögninni og skapa og við það að deila síðan upplifun sinni með hópnum hafa þeir fundið fyrir samkennd og skilningi. — Elísabet Lorange         Listmeðferðarfræðingur