Styrkir vegna hjálpartækja

Styrkir 2021

Hér má lesa reglugerð sem samþykkt var 14.júní 2021 hjá Sjúkratryggingum Íslands um styrki vegna hjálpartækja.

 

Hárkollur

Sjúkratryggingar Íslands veita styrk til kaupa á hárkollum og/eða sérsniðnum höfuðffötum, gerviaugabrúnum/húðflúr og augnhárum/húðflúr, þegar um er að ræða varanlegt hárleysi, hárleysi vegna krabbameinsmeðferðar eða innkirtlameðferðar. Styrkur er hámark 94.000 kr. á ári, óháð því hvort um er að ræða hárkollur, sérsniðin höfuðföt, gerviaugabrúnir eða augnhár.

Hámarksstyrkur vegna sérsniðins höfuðfats er samkvæmt verðkönnun SÍ. Húðflúr er einungis samþykkt hjá viðurkenndum snyrtistofum. Styrkurinn er veittur til eins eða tveggja ára í senn eftir eðli vandans.

 

Gervibrjóst

Sjúkratryggingar Íslands veita styrk til kaupa á gervibrjóstum/gervibrjóstafleygum vegna brjóstmissis kvenna, 2 stk. á fyrsta ári og síðan 1 stk. á ári við missi annars brjósts og 4 stk. á fyrsta ári og síðan 2 stk. á ári við missi beggja brjósta. Styrkupphæð er samkvæmt verðkönnun SÍ.

 

Sérstyrkt brjóstahöld

Sjúkratryggingar Íslands veita styrk til kaupa á sérstyrktum brjóstahöldum vegna uppbyggingar brjósts/brjósta við brjóstmissi kvenna (vefur/silikon). Styrkur er veittur einu sinni frá upphafi uppbyggingar, hámark 2 brjóstahöld. Styrkupphæð er samkvæmt verðkönnun SÍ.

 

Nánari upplýsingar fást hjá starfsfólki Ljóssins í síma 561-3770 og hjá sjúkratryggingum Íslands á síðunni www.sjukra.is og í síma 515-0000.