Rannveig Björk Gylfadóttir

rannveig_bjork.jpg Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein Lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði árið 1996 við Háskóla Íslands. Lauk diplómaprófi í krabbameinshjúkrun við Hjúkrunarfræðideild HÍ 2006, diplómanámi í hugrænni atferlisfræði við Endurmenntun HÍ árið 2007 og haustið 2011 meistaranámi í krabbameinshjúkrun við Hjúkrunarfræðideild HÍ. Tilgangur meistaraverkefnisins var að skoða fýsileika ráðgjafameðferðarinnar „Að takast á við lífið eftir krabbamein“ fyrir fólk sem er að takast á við þreytu að lokinni krabbameinsmeðferð.

Rannveig vann fyrst eftir útskrift á Krabbameinslækningardeild 11-E á LSH við Hringbraut, en vann síðan á Akranesi, bæði á Lyflækningardeild og heilsugæslu HVE, við heimahjúkrun, ráðgjöf fyrir fólk með krabbamein og við heilsueflingarráðgjöf. Rannveig vinnur í hlutastarfi á LSH, á göngu og dagdeild, 11-B, við stuðnings og slökunarmeðferð. Rannveig hefur komið víða að krabbameinshjúkrun; að forvarnarmálum, hjúkrunarmeðferð fólks sem er í krabbameinsmeðferðum, í  líknandi meðferð og að endurhæfingu.

Rannveig stýrir í Ljósinu námskeiðinu; „Styrking vonar“ fyrir fólk sem er með endurkomið og/eða langvinnt krabbamein og aðstandendanámskeiði fyrir fullorðna ásamt Önnu Sigríði iðjuþjálfa.