Margrét H. Indriðadóttir

Útskrifaðist með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1991. Hefur starfað við almenna sjúkraþjálfun, sjúkraþjálfun barna og fjölfatlaðra og rekstur sjúkraþjálfunarstofu. Lauk meistaragráðu í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands árið 2014 þar sem rannsóknarverkefni hennar fjallaði um íþróttameiðsli ungmenna. Hefur einnig starfað tímabundið við framkvæmd rannsóknar á vegum Háskóla Íslands sem lýtur að heilsufari, hreyfingu og líkamlegu atgervi barna og unglinga. Margrét hóf störf hjá Ljósinu á árinu 2014.

Hún hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur hreyfingu til þess að bæta heilsu og lífsgæði og veitir ráðgjöf þar að lútandi, ásamt því að stýra gönguhópum, þrektímum og þjálfun í tækjasal.

margret@ljosid.is