Lótushús – Hugleiðsla

lotus_hus.jpgHugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.  Raja yoga hugleiðslan sem kennd er í Lótushúsi  byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og eiginleikum. Hugleiðslan hjálpar okkur að læra að ríkja yfir eigin huga, öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa. Í heimi sívaxandi hraða og streitu, er fátt dýrmætara en að geta staldrað við í amstri dagsins, stigið út úr verkefnum sínum um stund og upplifað innri frið og styrk. Slík iðkun þarf ekki að taka langan tíma en getur skipt sköpum fyrir líðan okkar og árangur í lífi og starfi.   Lótushús er miðstöð alþjóðlegu samtakanna Brahma Kumaris World Spiritual University á Íslandi. Í Lótushúsi eru haldin hugleiðslu- og hugræktarnámskeið með reglulegu millibili allan ársins hring. Öll námskeið og viðburðir á vegum skólans eru þátttakendum að kostnaðarlausu og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þeirra sem góðs hafa notið af starfsemi skólans.   Smelltu hér til að fara á heimasíðu Lútus-hús