Litlir æfingahópar í Ljósinu

Litlir æfingahópar, annars vegar fyrir karlmenn og hins vegar blandaður hópur.

G. Haukur Guðmundsson og Margrét Indriðadóttir, sjúkraþjálfarar, eru með reynslu af endurhæfingu krabbameinsgreindra og sjá um æfingahópana.

Við viljum bjóða upp á sérhæfða endurhæfingu í tækjasal Ljóssins fyrir þá sem eiga erfitt með að sækja þjónustu okkar í Hreyfingu heilsurækt.

Vandamál eins og orkuleysi, hreyfiskerðing og aðrir fylgikvillar geta komið upp í kjölfar meðferðar.

Við viljum mæta þessum vandamálum og bjóða aukna þjónustu í notalegu umhverfi Ljóssins, þar sem um er að ræða lítinn tækjasal og sérhæft starfsfólk. Þjónustan er á tilraunastigi næstu 6 mánuði og þátttakendum að kostnaðarlausu.

Upplýsingar og tímapantanir hjá Ljósinu í síma 561-3770.

sjukra_2.jpg sjukra.jpg

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Annars vegar fyrir karlmenn og hins vegar blandaður hópur

Umsjón: Haukur Guðmundsson og Margrét Indriðadóttir, sjúkraþjálfarar

Upplýsingar og tímapantanir í síma 561-3770