Líkamsrækt

Líkamsrækt er mjög mikilvæg fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og skiptir ekki máli á hvaða stigum sjúkdómurinn er, líkamsþjálfun hefur alltaf góð áhrif. Styrktar- og þrekþjálfun hjálpar til við hin ýmsu vandamál sem fylgja meðferð og er þessi listi ekki tæmandi:

• byggir upp vöðva
• styrkir bein
• styrkir hjarta og æðakerfið
• eflir ónæmiskerfið
• spornar gegn þreytu
• bætir lífsgæði og dregur úr þunglyndi
• hjálpar til við þyngdarstjórnun
• bætir sjálfsmynd og sjálfstraust

 

Tækjasalur Ljóssins

Vandamál eins og orkuleysi, hreyfiskerðing og aðrir fylgikvillar geta komið upp í kjölfar meðferðar. Við viljum mæta þessum vandamálum og bjóða aukna þjónustu í notalegu umhverfi Ljóssins, þar sem um er að ræða lítinn tækjasal og sérhæft starfsfólk.

Kennsla í tækjasal

Ljósið býður upp á kennslu í tækjasal. Í tímanum er farið yfir rétta líkamsbeitingu við styrktarþjálfun og stillingu á tækjum. Sjúkraþjálfarar Ljóssins sjá um kennsluna og panta þarf tíma hjá þeim. Hver og einn fær áætlun sem hann/hún vinnur markvisst í til þess að viðhalda/bæta líkamlegt atgervi.

 

Helstu upplýsingar

Styrktarþjálfun, hópleikfimi, þrekþjálfun.

Staðsetningar: Tækjasalur Ljóssins

Umsjón með tækjasal hefur þjálfarateymi Ljóssins.

 

 úr tækjasal Ljóssins