Kristín Ósk Leifsdóttir

Kristín Ósk lauk B.A. námi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2007 og Cand. Psych. prófi við Háskólann í Árósum árið 2011. Í starfsnámi sínu starfaði hún við Lokal Psykiatrisk Center (göngudeild geðsviðs) í Skanderborg í Danmörku. Að námi loknu sinnti hún starfi sálfræðings á sálfræðistofunni Psykologisk Konsultation í Danmörku. Í dag starfar hún á Heilsustöðinni sem býður upp á sálfræði- og ráðgjafaþjónustu. Þar veitir hún einstaklings meðferð og pararáðgjöf. Kristín byggir meðferð á hugrænni atferlismeðferð (HAM).

Kristín hefur sérhæft sig í meðferð við kvíða, þunglyndi, streitu og lágri sjálfsvirðingu. Hún vinnur líka með áföll, sorg og missi, veitir meðferð m.a. fyrir fólk sem glímir við sálræna fylgikvilla alvarlegra sjúkdóma, sem og aðstandendur þeirra. Þá hefur Kristín einnig mikla reynslu af því að veita ráðgjöf og stuðning fyrir fólk sem er að koma aftur á vinnumarkaðinn eftir langvarandi veikindi.

kristinosk@ljosid.is