Jafningjahópur – Einstaklingar með langvinnt krabbamein

Jafningjahópur fyrir fólk með langvinnt krabbamein hittist undir leiðsögn starfsmanna Ljóssins einu sinni í mánuði og borðar saman í hádeginu.

Markmiðið með hópnum er að hitta aðra í svipaðri stöðu, deila reynslu og miðla góðum ráðum. Fá fræðslu og ráðgjöf frá fagaðilum og njóta samveru með skemmtilegu fólki.

Reynsla okkar sýnir fram á mikilvægi þess að skapa vettvang fyrir fólk sem hefur gengið í gegnum svipaða lífsreynslu til að koma saman og deila upplifun sinni. Að hitta jafningja, sem hafa innsýn í líðan, hugsanir og þau líkamlegu einkenni sem eru fylgifiskar krabbameins, getur hjálpað til við að takast á við nýjan veruleika.

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Einstaklinga sem lifa með langvinnt krabbamein

Hvenær: Síðasti miðvikudagur í mánuði 12:00-13:00

Umsjón: Helga Jóna Sigurðardóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur og iðjuþjálfi, og Þórhildur Sveinsdóttir iðjuþjálfi.

Facebook

Þessi hópur er með samfélag á Facebook

Smelltu hér til að ganga í hópinn