Reykjavíkurmaraþon 2023

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 19. ágúst 2023.

Áheitasöfnun í gegnum maraþonið hefur verið mikilvæg tekjuöflun fyrir starfsemi Ljóssins en söfnunarleiðin hefur til að mynda gert okkur kleift að fella niður allan kostnað krabbameinsgreindra við líkamsrækt, námskeið, fræðslu og margt annað. Árið 2019 setti Ljósið, ásamt 180 öðrum góðgerðarfélögum, áheitamet og hafa þeir fjármunir sem söfnuðust farið nærri að fullu í að standsetja glæsilegt nýtt hús sem komið var fyrir á lóð okkar.

Árið 2020 tókum við þátt í verkefninu Hlauptu þína leið sem sett var á laggirnar af skipuleggjendum maraþonsins. Upphæðin sem þar safnaðist fór að fullu inn í kosnað við nýstofnaða Landsbyggðardeild Ljóssins.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG TIL LEIKS!

Við hvetjum alla sem hlaupa fyrir Ljósið að deila á samfélagsmiðlum. Á Instagram má nota @ljosid_endurhaefing og myllumerkin #ljosid2023 #fyrirljosid allt frá skráningu og þar til eftir hlaup.

Afhending sérmerktra íþróttabola

Í gegnum árin hafa þeir sem hlaupa fyrir Ljósið fengið afhenta sérmerkta íþróttaboli á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons. Afhending bolanna fer fram á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons.

Sérmerktir Macron bolir til sölu

Við bjóðum einnig til sölu vel gerða Macron íþróttaboli sem eru sérmerktir Ljósinu. Bolirnir fást í karla- og kvennasniðum í stærðum M – XXL og eru léttir og sérlega góðir hlaupabolir. Þeir eru kjörin eign fyrir þá  vilja stunda hreyfingu/líkamsrækt og vekja athygli á Ljósinu í leiðinni. Athugið að bolirnir koma í takmörkuðu upplagi.

Verð: 4.000

Sérmerktir Camelbak vatnsbrúsar til sölu

Camelbak Chute® Mag vatnsbrúsarnir eru fullkomnir í ræktina, fjallgönguna, í vinnuna eða bara til að hafa heima við. Það sem gerir þá enn flottari er að þeir eru sérmerktir Ljósinu. Sérstök hönnun tappans gerir það að verkum að hann leggst vel frá þegar maður drekkur en er alveg lekalaus þegar brúsinn er lokaður.

Verð: 3.500

Sérmerkt Buff

Skemmtilegt Buff, með Ljósamerkinu fallega, ein stærð passar öllum. Buff er mikið þarfaþing í hverskyns útiveru og íþróttir, hvort sem er að sumri til í hlaupin sem og skíðin eða brettið yfir veturinn. Möguleikar Buffsins eru margir en það má nota sem hálskraga, húfu, höfuðband og svo mætti lengi telja.