Heilsuefling

empowerment.jpg Nýtt námskeið hefst 22.jan 2014 Skráning og upplýsingar  í Ljósinu í síma 5613770     Markmið: Rætt verður um heilsu út frá ýmsum sjónarhornum. Rætt um hvernig takast eigi við breytingar í lífinu í kjölfar greiningar og meðferðar á krabbameini og þá aðlögun sem nauðsynleg er til að njóta innihaldsríks lífs. Lífsviðhorf rætt, að eiga eftirsóknaverða framtíðarsýn og öflugt sjálfstraust. Mikilvægi stjórnunar hugans, slökunar, hugleiðslu og áhrif þess á hamingju. Stefnumótun og markmiðssetning í eigin lífi og óskaspjöld, auk þess sem bjargráð verða í brennidepli. Hvert umræðuefni verður kynnt í byrjun hvers tíma og gert er ráð fyrir virkri umræðu þátttakenda, auk spennandi verkefna. Staður og stund: Námskeiðið fer fram í jógasal Ljósins á Langholtsvegi 43 á miðvikudögum frá kl:13.00 – 15.00.  Ljósið býður upp á námskeiðið þrisvar á ári, í byrjun árs, eftir páska og á haustönn. Námskeiðið stendur yfir í 8 – 9 vikur,  Námskeiðið kostar 3000 kr. Þátttakendur:  15 einstaklingar    Dagskrá:

  •   Kynning á námskeiðinu, heilsu og okkur
  •   Gestafyrirlesari: Matti Osvalds fjallar um sýrustig í blóði og eftirsóknarverða framtíðarsýn
  •   Breytingar á daglegu lífi í kjölfar veikinda
  •   Bjargráð í brennidepli, hvað get ég gert til að hjálpa mér sjálf/ur?
  •   Stjórn hugans og hamingja
  •   Sjálfstraust, í hverju felst það og hvað er hægt að gera til að efla það. Stefnumótun og  markmiðsetning
  •    Aftur út á vinnumarkaðinn/út í lífið: Anna Sigríður   iðjuþjálfi gestafyrirlesari
  •   Óskaspjöld, hver og einn útbýr sín eigin óskaspjöld, til að framkalla draumana sína. Námskeiðsmat
  •   Útskriftarferð í Lótushús, Bakkabraut 7a, Kópavogi