Haukarnir – Ungir karlmenn 20-45 ára

Föstudagyoungmen.jpgar kl. 13:00-14:30
Hér fá ungir karlmenn sem hafa greinst með krabbamein tækifæri  til að hittast, spjalla saman og fræðast.
Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari stýrir fundunum og hópurinn hefur áhrif á hvað er fjallað um.  Einnig ákveða þeir sameiginlega fræðsluerindi með fyrirlesara utan úr bæ.
Þá hafa komið fram hugmyndir að gera eitthvað skemmtilegt saman fyrir utan Ljósið og er dagskráin að mótast jafnóðum.
Ef þú hefur áhuga á að koma og vera með þessum skemmtilegu strákum, láttu okkur þá vita í síma 5613770