Guðrún Anna Jónsdóttir

gaj_edited2.jpgGuðrún Anna er líffræðingur og sálfræðingur að mennt og lauk cand. psych. prófi frá Háskóla Íslands árið 2012. Hún hefur síðan starfað sem sálfræðingur við rannsóknir á geðsjúkdómum hjá Íslenskri erfðagreiningu. Auk háskólagráðunnar í sálfræði hefur Guðrún sérhæft sig í meðferð sem snýst um sátt og stefnu,Acceptance and Commitment Therapy (ACT), með því að sækja ýmis námskeið sem tengjast þessari meðferð sérstaklega.

Margir glíma við andlega erfiðleika einhvern tímann á ævinni, meðal annars þunglyndi, kvíða og neikvæða sjálfsmynd. Guðrún Anna  sálfræðingur sérhæfir sig í sálfræðimeðferð sem á ensku heitir Acceptance and Commitment Therapy (ACT) og snýst í raun bæði um að öðlast sátt við sig og umhverfi sitt og mynda sér stefnu í lífinu. Þessi meðferð hefur reynst vel við að takast á við þá erfiðleika sem hér hafa verið nefndir.