Fjarþjálfun fyrir fólk búsett á landsbyggðinni

Sex vikna námskeið í þjálfun gegnum fjarfundarbúnað/zoom fyrir einstakinga í landsbyggðardeild Ljóssins. Hver tími er um 60 mín og mun áherslan vera á styrktaræfingar og teygjur en einnig innihalda létt spjall.

Æfingarnar krefjast ekki sérstaks tækjabúnaðs en ef þú átt teygjur og létt lóð er hægt að nota það við æfingarnar, einnig er gott að hafa dýnu og stól við hendina.

Æfingar fyrir öll getustig og við munum vera með bæði erfiðari og auðveldari útfærslur af æfingunum.

Markmið:

Að bjóða upp á líkamlega endurhæfingu í rafrænu formi svo að einstaklingar sem skráðir eru í Landsbyggðardeild Ljóssins njóti leiðsagnar sérmenntaðra þjálfara á sviði krabbameinsendurhæfingar.

 

Athugið að nauðsynlegt er að vera skráð í þjónustu í Ljósið til að taka þátt á námskeiðinu en hægt er að skrá sig í þjónustu hér.

Næsta námskeið

Nýtt námskeið hefst 14. mars

Mánudagar og miðvikudagar kl. 11:00

Umsjón: Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Gyða Rán Árnadóttir, sjúkraþjálfari

 

Námskeiðin eru samtals 6 vikur.

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770