Eiríkur Bergmann Henn

Eiríkur Bergmann er hluti af þjálfarateymi Ljóssins þar sem hann veitir einstaklingsráðgjöf, auk þess sem hann stýrir hóptímum með það að markmiði að byggja upp þol og þrek hjá krabbameinsgreindum.

Eiríkur lauk M.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá HÍ 2019 og B.Sc. í sjúkraþjálfunarfræðum frá sama skóla 2017.

Frá 2019 hefur Eiríkur starfað hjá Sjúkraþjálfun Íslands og frá 2016 starfaði hann samhliða námi sem hóptímakennari og einkaþjálfari hjá Hreyfingu. Í dag starfar hann einnig fyrir KSÍ sem sjúkraþjálfari unglingalandsliða.

Eiríkur hefur alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu og öllu sem snýr að heilsu og því er hann frábær viðbót í starfsmannahóp Ljóssins.